Ísland gerir ekki nóg til að fyrirbyggja kynþáttafordóma 21. febrúar 2012 05:00 Árið 2006 var hugmyndin að reisa mmosku við hliðina á Staldrinu. Þá áttu Múslimar fá lóð á hálfgerðu malarsvæði í jaðrinum á Elliðaárdalnum, nánar tiltekið við hliðina á Staldrinu í Reykjavík. Fréttablaðið/hari Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt verður í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til úrbóta og mælist ECRI til þess að íslensk stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan forgang. Í fyrsta lagi skuli múslimar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu. Í annan stað eru stjórnvöld hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Loks er hvatt til þess að í hegningarlögum verði metið til refsiþyngingar ef kynþáttafordómar liggi að baki brotum. Á næstu tveimur árum hyggst ECRI fylgja þessum þremur atriðum eftir. Skýrsluhöfundar benda auk þess á ýmislegt annað sem betur megi fara hérlendis. Til dæmis hafi enn ekki verið komið á fót sérhæfðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna við kynþáttafordómum og mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis og ekki hafi heldur verið komið á fót óháðu embætti sem fara eigi með rannsókn ásakana um ósæmilega hegðun af hálfu lögreglunnar. Þá hafi fjármagn til íslenskukennslu fyrir útlendinga verið skorið niður, fjölmiðlar tiltaki oft þjóðerni einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot, án þess að það tengist málinu beint og hlutfall þeirra sem hætta námi í framhaldsskóla sé mun hærra meðal nemenda sem koma úr röðum innflytjenda en meðal íslenskra nemenda. Það er mat skýrsluhöfunda að margt hafi verið fært til betri vegar frá því að síðasta skýrsla kom út árið 2006. Þar má nefna að lög sem banni mismunun á grundvelli kynþáttar séu í undirbúningi og aðgerðir til að tryggja að erlendar konur neyðist ekki til að vera áfram í ofbeldissamböndum af ótta við að missa rétt sinn til veru á Íslandi. Þá hafi reglur um hælisleitendur hér á landi verið bættar. - þj Fréttir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt verður í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til úrbóta og mælist ECRI til þess að íslensk stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan forgang. Í fyrsta lagi skuli múslimar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu. Í annan stað eru stjórnvöld hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Loks er hvatt til þess að í hegningarlögum verði metið til refsiþyngingar ef kynþáttafordómar liggi að baki brotum. Á næstu tveimur árum hyggst ECRI fylgja þessum þremur atriðum eftir. Skýrsluhöfundar benda auk þess á ýmislegt annað sem betur megi fara hérlendis. Til dæmis hafi enn ekki verið komið á fót sérhæfðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna við kynþáttafordómum og mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis og ekki hafi heldur verið komið á fót óháðu embætti sem fara eigi með rannsókn ásakana um ósæmilega hegðun af hálfu lögreglunnar. Þá hafi fjármagn til íslenskukennslu fyrir útlendinga verið skorið niður, fjölmiðlar tiltaki oft þjóðerni einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot, án þess að það tengist málinu beint og hlutfall þeirra sem hætta námi í framhaldsskóla sé mun hærra meðal nemenda sem koma úr röðum innflytjenda en meðal íslenskra nemenda. Það er mat skýrsluhöfunda að margt hafi verið fært til betri vegar frá því að síðasta skýrsla kom út árið 2006. Þar má nefna að lög sem banni mismunun á grundvelli kynþáttar séu í undirbúningi og aðgerðir til að tryggja að erlendar konur neyðist ekki til að vera áfram í ofbeldissamböndum af ótta við að missa rétt sinn til veru á Íslandi. Þá hafi reglur um hælisleitendur hér á landi verið bættar. - þj
Fréttir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira