Tískuvikan í New York var á sett með pompi og prakt á fimmtudaginn þar sem fatahönnuðurinn Nicholas K reið á vaðið. Tískuunnendur flykkjast nú til borgarinnar og vart verður þverfótað fyrir smart klæddum tískubloggurum, hönnuðum og fjölmiðlafólki með myndavélarnar á lofti. Litríkir hælaskór, pelsar og sólgleraugu einkenna götutísku borgarinnar en tískuvikan í New York er aðeins byrjunin á tískuveislunni sem heldur áfram út mánuðinn í London, Mílanó og loks París.
Fegurð umfram þægindi í New York
