Gætu þurft að borga yfirvöldum 26. janúar 2012 05:30 Keflavíkurflugvöllur Atvinnurekendur á Keflavíkurflugvelli gætu þurft að greiða gjald til yfirvalda til að fá aðgangspassa fyrir starfsmenn. Fyrirtæki á Leifsstöð og íslensk flugfélög gætu þurft að greiða gjald til lögregluyfirvalda fyrir afgreiðslu á starfsmannaumsóknum. Starfsfólk þarf viðurkenndan aðgangspassa frá yfirvöldum til að komast leiðar sinnar á flugvellinum. Innanríkisráðuneytið skoðar nú lausnir við þeim vanda sem blasir við fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli og lögreglunni á Suðurnesjum eftir að breytt reglugerð tók gildi á síðasta ári um samþykkt lögreglunnar á umsóknum starfsmanna vallarins. Breytingin gerir það að verkum að yfirferð lögreglunnar er mun umfangsmeiri en áður og tekur því lengri tíma. Áður var sakaferill viðkomandi starfsmanns skoðaður en nú þarf meðal annars að skoða gögn frá tollinum, Þjóðskrá, Interpol og fleiri aðilum. Nú bíða um 160 starfsmenn Leifsstöðvar eftir endurnýjuðum aðgangspössum. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins, segir að bæði sé verið að leita lausna í málinu til skamms tíma og upp á framtíðina. „Það er verið að skoða hvernig við fáum fjármagn inn," segir hún. „Hvort eitthvað sé hægt að losa um til að leysa málin til skamms tíma og fá fjármögnun inn til lengri tíma." Hún bendir á að á Norðurlöndunum borgi fyrirtæki fyrir að láta yfirfara umsóknir sem þessar, svo slíkt komi vissulega til greina. Hin leiðin sé að fá framlag úr ríkissjóði. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það áhyggjuefni að ekki hafi fylgt fjármagn til að hægt sé að anna þeim auknu kröfum sem reglugerðin leiði af sér. Hann segir það í sjálfu sér ekki óeðlilegt að til þess komi að rukka fyrirtæki fyrir vinnuna sem lögreglan sinni, líkt og tíðkast í nágrannalöndunum. - sv Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Fyrirtæki á Leifsstöð og íslensk flugfélög gætu þurft að greiða gjald til lögregluyfirvalda fyrir afgreiðslu á starfsmannaumsóknum. Starfsfólk þarf viðurkenndan aðgangspassa frá yfirvöldum til að komast leiðar sinnar á flugvellinum. Innanríkisráðuneytið skoðar nú lausnir við þeim vanda sem blasir við fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli og lögreglunni á Suðurnesjum eftir að breytt reglugerð tók gildi á síðasta ári um samþykkt lögreglunnar á umsóknum starfsmanna vallarins. Breytingin gerir það að verkum að yfirferð lögreglunnar er mun umfangsmeiri en áður og tekur því lengri tíma. Áður var sakaferill viðkomandi starfsmanns skoðaður en nú þarf meðal annars að skoða gögn frá tollinum, Þjóðskrá, Interpol og fleiri aðilum. Nú bíða um 160 starfsmenn Leifsstöðvar eftir endurnýjuðum aðgangspössum. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins, segir að bæði sé verið að leita lausna í málinu til skamms tíma og upp á framtíðina. „Það er verið að skoða hvernig við fáum fjármagn inn," segir hún. „Hvort eitthvað sé hægt að losa um til að leysa málin til skamms tíma og fá fjármögnun inn til lengri tíma." Hún bendir á að á Norðurlöndunum borgi fyrirtæki fyrir að láta yfirfara umsóknir sem þessar, svo slíkt komi vissulega til greina. Hin leiðin sé að fá framlag úr ríkissjóði. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það áhyggjuefni að ekki hafi fylgt fjármagn til að hægt sé að anna þeim auknu kröfum sem reglugerðin leiði af sér. Hann segir það í sjálfu sér ekki óeðlilegt að til þess komi að rukka fyrirtæki fyrir vinnuna sem lögreglan sinni, líkt og tíðkast í nágrannalöndunum. - sv
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent