Kostnaður við snjómokstur sprengir kostnaðaráætlun 26. janúar 2012 07:00 Stanslaus mokstur Vinnudagarnir eru langir um þessar mundir hjá þeim sem hreinsa snjóinn af götum borgarinnar. Fréttablaðið/GVA Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna. Þegar er búið að bóka reikninga fyrir um 50 milljónir króna vegna moksturs í janúar, en sú tala á eftir að hækka verulega. „Menn reyna að fara vel með peningana, en við þurfum að halda ákveðnu þjónustustigi," segir Sighvatur. Þrátt fyrir fannfergið gekk vel að halda stofnæðum borgarinnar opnum, segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingastjóri framkvæmdasviðs borgarinnar. Hann segir að á nokkrum stöðum í húsagötum hafi snjóruðningsmenn lent í vandræðum þar sem fólk hafi skilið bíla eftir úti í kanti þar sem ófært hafi verið inn á bílastæði. „Við verðum fram eftir í dag [í gær] að hreinsa, það hefur verið mikið um það. Þetta eru oft langir dagar í snjóhreinsuninni en við erum áfram bjartsýn og jákvæð," segir Jón Halldór. Fleiri finna fyrir snjóþyngslunum en þeir sem þurfa að ryðja snjóinn. „Það er ansi erfitt fyrir blaðberana að vinna þessa dagana," segir Dagný Ragnarsdóttir, dreifingarstjóri hjá Póstdreifingu, sem dreifir meðal annars Fréttablaðinu. Hún segir allt of mikið um að fólk moki seint og illa leiðina frá götu að útidyrum, og segir víða þurfa að huga betur að lýsingu. „Það hefur verið meira um það í vetur en áður að fólkið okkar slasist við útburðinn," segir Dagný. Hún segir dæmi um handleggsbrot og brákuð rifbein eftir byltu í snjó og hálku, og sumir séu lengi frá vinnu. Blaðberunum er uppálagt að leggja sig ekki í hættu, og sleppa því að bera út í hús þar sem þeir treysta sér ekki yfir svellbunka eða snævi þaktar tröppur að útidyrum. Útburður hjá Póstinum hefur tafist vegna snjóþyngsla á höfuðborgarsvæðinu, segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum. „Það er borið út þó það taki lengri tíma en á góðum sumardegi," segir Ágústa. Hún segir útburðinn hafa gengið þokkalega víðast hvar, en ekki hafi tekist að koma pósti til Tálknafjarðar og Bíldudals vegna ófærðar, og því ekki borið út þar í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna. Þegar er búið að bóka reikninga fyrir um 50 milljónir króna vegna moksturs í janúar, en sú tala á eftir að hækka verulega. „Menn reyna að fara vel með peningana, en við þurfum að halda ákveðnu þjónustustigi," segir Sighvatur. Þrátt fyrir fannfergið gekk vel að halda stofnæðum borgarinnar opnum, segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingastjóri framkvæmdasviðs borgarinnar. Hann segir að á nokkrum stöðum í húsagötum hafi snjóruðningsmenn lent í vandræðum þar sem fólk hafi skilið bíla eftir úti í kanti þar sem ófært hafi verið inn á bílastæði. „Við verðum fram eftir í dag [í gær] að hreinsa, það hefur verið mikið um það. Þetta eru oft langir dagar í snjóhreinsuninni en við erum áfram bjartsýn og jákvæð," segir Jón Halldór. Fleiri finna fyrir snjóþyngslunum en þeir sem þurfa að ryðja snjóinn. „Það er ansi erfitt fyrir blaðberana að vinna þessa dagana," segir Dagný Ragnarsdóttir, dreifingarstjóri hjá Póstdreifingu, sem dreifir meðal annars Fréttablaðinu. Hún segir allt of mikið um að fólk moki seint og illa leiðina frá götu að útidyrum, og segir víða þurfa að huga betur að lýsingu. „Það hefur verið meira um það í vetur en áður að fólkið okkar slasist við útburðinn," segir Dagný. Hún segir dæmi um handleggsbrot og brákuð rifbein eftir byltu í snjó og hálku, og sumir séu lengi frá vinnu. Blaðberunum er uppálagt að leggja sig ekki í hættu, og sleppa því að bera út í hús þar sem þeir treysta sér ekki yfir svellbunka eða snævi þaktar tröppur að útidyrum. Útburður hjá Póstinum hefur tafist vegna snjóþyngsla á höfuðborgarsvæðinu, segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum. „Það er borið út þó það taki lengri tíma en á góðum sumardegi," segir Ágústa. Hún segir útburðinn hafa gengið þokkalega víðast hvar, en ekki hafi tekist að koma pósti til Tálknafjarðar og Bíldudals vegna ófærðar, og því ekki borið út þar í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira