Helmingur erlendra fanga búsettur hér 24. janúar 2012 06:30 Margrét Frímannsdóttir Hlutfall erlendra fanga sem búsettir eru hér á landi hefur aukist mikið síðan árið 2000. Í dag býr um helmingur fanga hér, en árið 2000 sátu sjö erlendir einstaklingar í fangelsi á Íslandi og af þeim var einungis einn búsettur hér. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, segir meginmuninn á þeim erlendu föngum sem búa hér og erlendis vera heimsóknir fjölskyldu og vina. Þeir sem ekki búi hér fái engar heimsóknir. „Þeir sem eru búsettir á landinu reyna að gera sig skiljanlega. Ef þeir tala ekki íslensku þá reyna þeir við enskuna. Þeir sem búa í útlöndum eru ekki mikið að reyna það," segir Margrét og bætir við að þó fangarnir tali hvorki íslensku né ensku, einangrist þeir þó ekki félagslega. Mennirnir haldi mikið hópinn eftir þjóðernum og sækist eðlilega í það að hittast úti við. Þá ganga samskiptin yfirleitt vel við íslensku fangana inni á deildunum. Flestir erlendir ríkisborgarar sem sitja hér í fangelsum gera það vegna auðgunarbrota. Næstalgengustu brotin eru tengd fíkniefnum. Í október á þessu ári voru um 20 erlendir fangar í íslenskum fangelsum, sem gerir um 15 prósent fangafjöldans. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir málið snúa að því hvernig einstaklingar tengist samfélaginu og nærhópum sínum. „Ef tengslin eru traust eru minni líkur á afbrotum, en ef þau eru lausbeisluð og veik aukast líkurnar," segir hann. Vegna tilfinningalegra tengsla við aðra vilji fólk ekki valda öðrum vonbrigðum með afbrotum og ekki gera öðrum þann óleik að valda því tjóni. Því megi líta á mikinn félagsauð í samfélaginu sem nokkurs konar tryggingafélag samfélagsins gegn afbrotum. „Með því er einnig hægt að sýna fram á að við ættum að efla félagsauð fólks og styrkja tengslin hvert við annað, ekki síst þá sem eru af erlendum uppruna," segir Helgi. „Það er besta forvörnin gegn afbrotum." RÚV greindi frá því í desember að utanríkisráðuneytinu sé kunnugt um sextán Íslendinga sem sitja nú í fangelsum erlendis. Dómarnir sem þeir eru með á bakinu eru allt að 20 ára langir. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Hlutfall erlendra fanga sem búsettir eru hér á landi hefur aukist mikið síðan árið 2000. Í dag býr um helmingur fanga hér, en árið 2000 sátu sjö erlendir einstaklingar í fangelsi á Íslandi og af þeim var einungis einn búsettur hér. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, segir meginmuninn á þeim erlendu föngum sem búa hér og erlendis vera heimsóknir fjölskyldu og vina. Þeir sem ekki búi hér fái engar heimsóknir. „Þeir sem eru búsettir á landinu reyna að gera sig skiljanlega. Ef þeir tala ekki íslensku þá reyna þeir við enskuna. Þeir sem búa í útlöndum eru ekki mikið að reyna það," segir Margrét og bætir við að þó fangarnir tali hvorki íslensku né ensku, einangrist þeir þó ekki félagslega. Mennirnir haldi mikið hópinn eftir þjóðernum og sækist eðlilega í það að hittast úti við. Þá ganga samskiptin yfirleitt vel við íslensku fangana inni á deildunum. Flestir erlendir ríkisborgarar sem sitja hér í fangelsum gera það vegna auðgunarbrota. Næstalgengustu brotin eru tengd fíkniefnum. Í október á þessu ári voru um 20 erlendir fangar í íslenskum fangelsum, sem gerir um 15 prósent fangafjöldans. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir málið snúa að því hvernig einstaklingar tengist samfélaginu og nærhópum sínum. „Ef tengslin eru traust eru minni líkur á afbrotum, en ef þau eru lausbeisluð og veik aukast líkurnar," segir hann. Vegna tilfinningalegra tengsla við aðra vilji fólk ekki valda öðrum vonbrigðum með afbrotum og ekki gera öðrum þann óleik að valda því tjóni. Því megi líta á mikinn félagsauð í samfélaginu sem nokkurs konar tryggingafélag samfélagsins gegn afbrotum. „Með því er einnig hægt að sýna fram á að við ættum að efla félagsauð fólks og styrkja tengslin hvert við annað, ekki síst þá sem eru af erlendum uppruna," segir Helgi. „Það er besta forvörnin gegn afbrotum." RÚV greindi frá því í desember að utanríkisráðuneytinu sé kunnugt um sextán Íslendinga sem sitja nú í fangelsum erlendis. Dómarnir sem þeir eru með á bakinu eru allt að 20 ára langir. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira