Fatnaður sem vex með börnum 6. janúar 2012 21:00 Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar endingargóðan og þægilegan fatnað handa bæði konum og börnum. Kvenfatnaðinn hannar hún undir eigin nafni en barnafötin undir heitinu Pjakkar. fréttablaðið/valli Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar skemmtileg föt á börn undir heitinu Pjakkar auk kvenfatnaðs undir eigin nafni. Flíkurnar sem hún hannar eru fallegar, þægilegar en umfram allt notadrjúgar. Íris stundaði fatahönnunarnám í Kaupmannahöfn og París og hóf að hanna barnaföt haustið 2008 eftir að hafa nýlokið fæðingarorlofi með tvö börn. „Mig langaði að hanna skemmtileg og litrík barnaföt sem væru jafnframt endingargóð og þægileg. Fötin geta enst í allt að tvö ár því flíkin er þannig í sniðinu að hún „vex“ með barninu. Ég legg líka mikla áherslu á að efnin séu góð og þoli mikinn þvott,“ útskýrir Íris sem hefur undanfarið fært sig í auknum mæli út í hönnunkvenfatnaðs. „Núna sauma ég helst barnafötin eftir pöntun og er svo heppin að ég er komin með fastan kúnnahóp sem kemur aftur og aftur að versla við mig.“ Kvenfatnaðurinn sem Íris hannar undir eigin nafni er jafn notadrjúgur og þægilegur og barnaflíkurnar og segir hún henta vel bæði fyrir leik og starf. „Ætli það mætti ekki segja að hönnun mín sé nokkuð fjölskylduvæn því flíkurnar þola mikla notkun og þvott og eru hannaðar út frá þörfum mínum og barna minna. Viðskiptavinir mínir virðast vera á höttunum eftir því sama,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún ætli bráðum að bæta við herralínu líka svarar hún neitandi. „Nei, ég læt kven- og barnafatnað duga í bili,“ segir hún og hlær. Kvenfatnaðurinn fæst í versluninni Stíl á Laugavegi og á vinnustofu Írisar við Þórsgötu 13 í Reykjavík. Einnig er hægt að senda henni póst á vefpóstinn iris@pjakkar.is. -sm Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar skemmtileg föt á börn undir heitinu Pjakkar auk kvenfatnaðs undir eigin nafni. Flíkurnar sem hún hannar eru fallegar, þægilegar en umfram allt notadrjúgar. Íris stundaði fatahönnunarnám í Kaupmannahöfn og París og hóf að hanna barnaföt haustið 2008 eftir að hafa nýlokið fæðingarorlofi með tvö börn. „Mig langaði að hanna skemmtileg og litrík barnaföt sem væru jafnframt endingargóð og þægileg. Fötin geta enst í allt að tvö ár því flíkin er þannig í sniðinu að hún „vex“ með barninu. Ég legg líka mikla áherslu á að efnin séu góð og þoli mikinn þvott,“ útskýrir Íris sem hefur undanfarið fært sig í auknum mæli út í hönnunkvenfatnaðs. „Núna sauma ég helst barnafötin eftir pöntun og er svo heppin að ég er komin með fastan kúnnahóp sem kemur aftur og aftur að versla við mig.“ Kvenfatnaðurinn sem Íris hannar undir eigin nafni er jafn notadrjúgur og þægilegur og barnaflíkurnar og segir hún henta vel bæði fyrir leik og starf. „Ætli það mætti ekki segja að hönnun mín sé nokkuð fjölskylduvæn því flíkurnar þola mikla notkun og þvott og eru hannaðar út frá þörfum mínum og barna minna. Viðskiptavinir mínir virðast vera á höttunum eftir því sama,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún ætli bráðum að bæta við herralínu líka svarar hún neitandi. „Nei, ég læt kven- og barnafatnað duga í bili,“ segir hún og hlær. Kvenfatnaðurinn fæst í versluninni Stíl á Laugavegi og á vinnustofu Írisar við Þórsgötu 13 í Reykjavík. Einnig er hægt að senda henni póst á vefpóstinn iris@pjakkar.is. -sm
Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira