Samanlagður brotaferill Annþórs og Barkar 36 ár 20. desember 2012 12:07 Annþór og Börkur við aðalmeðferð. MYND/HALLDÓR BALDURSSON Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þá Annþór Kristján Karlsson, 36 ára, og Börk Birgisson, 33 ára, til sjö og sex ára fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Við ákvörðun refsingar var litið til brotaferils Annþórs sem nær yfir 20 ár. Samkvæmt sakarvottorði hans hefur honum 11 sinnum verið gerð refsing frá árinu 1993. Þá var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir skjalafals og þjófnað. Annþór var þá 17 ára gamall. Sama ár var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Á næstu árum braut Annþór ítrekað af sér. Það var síðan í apríl árið 2005 sem Hæstiréttur dæmdi Annþór til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Fjórum árum síðar var hann á ný dæmdur í fangelsi í fjögur ár fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þá hefur Annþór þrisvar rofið skilorðsdóma og þrisvar sinnum rofið reynslulausn.Annþór og Börkur.Þau brot sem Annþór var ákærður fyrir nú áttu sér stað er hann var á reynslulausn, fyrst í október 2011, aftur í desember og síðast í janúar 2012. „Virðast varnaðaráhrif skilorðsdóma eða reynslulausnar engin áhrif hafa á ásetning ákærða til afbrota," segir í dómi héraðsdóms. „Ákærði á sér engar málsbætur."Börkur við aðalmeðferð.MYND/HALLDÓR BALDURSSONBörkur hefur hlotið sjö refsidóma frá árinu 1997 en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótun og líkamsárás. Ári seinna hlaut hann samskonar dóm fyrir líkamsárás og gripdeild. Börkur rauf ítrekað skilorð þessara dóma. Í júní árið 2005 var Börkur dæmdur til sjö og hálfs árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, tilraun til manndráps og umferðarlagabrot. Árásin átti sér stað á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Þar sló Börkur annan manna ítrekað í höfuðið með öxi. „Ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, frelsissviptingu, nauðung og tilraun til fjárkúgunar, unnar í samverknaði við aðra meðákærðu. Ákærði á sér engar málsbætur," segir í dómi. Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þá Annþór Kristján Karlsson, 36 ára, og Börk Birgisson, 33 ára, til sjö og sex ára fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Við ákvörðun refsingar var litið til brotaferils Annþórs sem nær yfir 20 ár. Samkvæmt sakarvottorði hans hefur honum 11 sinnum verið gerð refsing frá árinu 1993. Þá var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir skjalafals og þjófnað. Annþór var þá 17 ára gamall. Sama ár var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Á næstu árum braut Annþór ítrekað af sér. Það var síðan í apríl árið 2005 sem Hæstiréttur dæmdi Annþór til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Fjórum árum síðar var hann á ný dæmdur í fangelsi í fjögur ár fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þá hefur Annþór þrisvar rofið skilorðsdóma og þrisvar sinnum rofið reynslulausn.Annþór og Börkur.Þau brot sem Annþór var ákærður fyrir nú áttu sér stað er hann var á reynslulausn, fyrst í október 2011, aftur í desember og síðast í janúar 2012. „Virðast varnaðaráhrif skilorðsdóma eða reynslulausnar engin áhrif hafa á ásetning ákærða til afbrota," segir í dómi héraðsdóms. „Ákærði á sér engar málsbætur."Börkur við aðalmeðferð.MYND/HALLDÓR BALDURSSONBörkur hefur hlotið sjö refsidóma frá árinu 1997 en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótun og líkamsárás. Ári seinna hlaut hann samskonar dóm fyrir líkamsárás og gripdeild. Börkur rauf ítrekað skilorð þessara dóma. Í júní árið 2005 var Börkur dæmdur til sjö og hálfs árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, tilraun til manndráps og umferðarlagabrot. Árásin átti sér stað á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Þar sló Börkur annan manna ítrekað í höfuðið með öxi. „Ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, frelsissviptingu, nauðung og tilraun til fjárkúgunar, unnar í samverknaði við aðra meðákærðu. Ákærði á sér engar málsbætur," segir í dómi.
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira