Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Kristján Hjálmarsson skrifar 20. desember 2012 17:33 Bandaríska heimildarmyndin Off the Grid, sem finna má á Netinu, er afar áhugaverð en þar heimsækja kvikmyndagerðarmennirnir ár í Ameríku, allt frá Alaska til Mexíkó, sem fæstir veita athygli. Á netinu má finna nokkur brot úr þessari ágætu mynd en í meðfylgjandi myndbroti eru tveir ungir piparsveinar í Cleveland sóttir heim. Þeir búa nálægt uppáhaldsánni sinni þar sem þeir veiða svokallaðan Steelhead, regnbogasilung sem gengur í sjó. Þeir lifa hinu fullkomna lífi að eigin mati, hafa báðir atvinnu af stangveiði og íbúðin sem þeir leigja saman er fyrir ofan pöbb. Eins og gefur að skilja eyða þeir drjúgum tíma á barnum en þrátt fyrir töluverða drykkju, oft langt fram á nótt, stökkva þær á fætur á hverjum morgni til að renna fyrir fisk og þá skiptir engu máli hvernig veðrið er. Þess má geta að regnbogasilungur sem gengur í sjó er afar sjaldgæfur á Íslandi. Dæmi eru þó um að hann hafi gengið í Varmá. Outdoor Hub framleiðir myndina Of the Grid en fyrirtækið sérhæfir sig í myndbandagerð af ýmiskonar útivist. Fleiri brot úr Of the Grid má nálgast hér. Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði
Bandaríska heimildarmyndin Off the Grid, sem finna má á Netinu, er afar áhugaverð en þar heimsækja kvikmyndagerðarmennirnir ár í Ameríku, allt frá Alaska til Mexíkó, sem fæstir veita athygli. Á netinu má finna nokkur brot úr þessari ágætu mynd en í meðfylgjandi myndbroti eru tveir ungir piparsveinar í Cleveland sóttir heim. Þeir búa nálægt uppáhaldsánni sinni þar sem þeir veiða svokallaðan Steelhead, regnbogasilung sem gengur í sjó. Þeir lifa hinu fullkomna lífi að eigin mati, hafa báðir atvinnu af stangveiði og íbúðin sem þeir leigja saman er fyrir ofan pöbb. Eins og gefur að skilja eyða þeir drjúgum tíma á barnum en þrátt fyrir töluverða drykkju, oft langt fram á nótt, stökkva þær á fætur á hverjum morgni til að renna fyrir fisk og þá skiptir engu máli hvernig veðrið er. Þess má geta að regnbogasilungur sem gengur í sjó er afar sjaldgæfur á Íslandi. Dæmi eru þó um að hann hafi gengið í Varmá. Outdoor Hub framleiðir myndina Of the Grid en fyrirtækið sérhæfir sig í myndbandagerð af ýmiskonar útivist. Fleiri brot úr Of the Grid má nálgast hér.
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði