Bændur beðnir um að svipast um eftir strokufanganum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2012 13:16 Matthías Máni Erlingsson Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi. Það var um eitt leytið á mánudaginn sem að Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni. Hann er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Fjölmennt lið lögreglu hefur leitað hans síðan og tóku björgunarsveitarmenn þátt í leitinni í gær og í fyrrdag. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er verið að vinna úr ábendingum sem okkur hafa borist en þetta hefur engan árangur borið enn þá en við erum svona að reyna að þrengja hringinn." „Þær eru yfir hundrað ábendingar sem okkur hafa borist. Þær eru ábyggilega komnar á annað hundraðið," segir hann. Ábendingarnar hafi þó enn engu skilað. „Það má segja það að við erum ekki mikið nær við erum í raun ekki með neitt fast í hendi, það er rétt, það er í raun óvenjulegt eftir svona langan tíma. Hann virðist ekki hafa haft samband við nokkurn mann," segir hann. Arnar segir mikla leit hafa farið fram á Suðurlandi og meðal annars kannaðir sumarbústaðir á svæðinu. „Sumarhús og það er búið að tala við bændur og láta þá fara í kringum útihús og annað slíkt þar sem talið er líklegast að hann hafi farið en það er ekki búið að gera heildarleit í Grímsnesinu eða annað slíkt enda væri það kannski eins og að leita að nál í heystakki," segir hann. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hafa samband í síma 444-1000. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi. Það var um eitt leytið á mánudaginn sem að Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni. Hann er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Fjölmennt lið lögreglu hefur leitað hans síðan og tóku björgunarsveitarmenn þátt í leitinni í gær og í fyrrdag. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er verið að vinna úr ábendingum sem okkur hafa borist en þetta hefur engan árangur borið enn þá en við erum svona að reyna að þrengja hringinn." „Þær eru yfir hundrað ábendingar sem okkur hafa borist. Þær eru ábyggilega komnar á annað hundraðið," segir hann. Ábendingarnar hafi þó enn engu skilað. „Það má segja það að við erum ekki mikið nær við erum í raun ekki með neitt fast í hendi, það er rétt, það er í raun óvenjulegt eftir svona langan tíma. Hann virðist ekki hafa haft samband við nokkurn mann," segir hann. Arnar segir mikla leit hafa farið fram á Suðurlandi og meðal annars kannaðir sumarbústaðir á svæðinu. „Sumarhús og það er búið að tala við bændur og láta þá fara í kringum útihús og annað slíkt þar sem talið er líklegast að hann hafi farið en það er ekki búið að gera heildarleit í Grímsnesinu eða annað slíkt enda væri það kannski eins og að leita að nál í heystakki," segir hann. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hafa samband í síma 444-1000.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira