Enginn bilbugur á norðanmönnum 16. desember 2012 23:15 Guðrún Una Jónsdóttir minnir ættingjana á að setja veiðidót í jólapakkana. Mynd / Úr einkasafni. Þótt blikur séu á lofti í stangaveiðiheiminum segist formaður Stangaveiðifélags Akureyrar síður en svo eiga von á samdrætti í sölu á svæðum félagsins. "Við erum eingöngu með silungsveiðiár á okkar höndum og á ég nú ekki von á að samdráttur verði í þeim ám nema síður sé. Tel ekki ólíklegt að laxveiðimenn munu að einhverju leyti leita meira í silunginn þar sem mér sýnist að dýrtíðin ætli að halda áfram í flestum laxveiðiám landslins," segir Guðrún Una Jónsdóttir, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar. SVAK er að byrja að undirbúa forsölu í Ólafsfjarðará sem félagið er með á leigu ásamt Veiðifélaginu Flugunni. Guðrún Una segir forsöluna munu hefjast í lok janúar eða byrjun febrúar. "Við sögðum Hofsá í Skagafirði upp í nóvember síðastliðinn þannig hún verður ekki á okkar vegum næsta sumar. Aðrar fastar ár í umboðssölu hjá okkur munu svo detta inn þegar líður á veturinn en þar má til dæmis nefna Hörgá, Svarfaðardalsá og Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Reikna einnig með að Laxá á Hrauni og Syðra-Fjalli og Norðurá í Skagafirði verði á söluvef SVAK," segir Guðrún Una. Þá segir Guðrún Una undirbúning fyrir vetrarstarfið á fullu. Það sé í samstarfi við veiðifélögin Fluguna og Flúðir. "Stefnan er sett á að hafa uppákomur á hverju mánudagskvöldi í vetur og munum við byrja í lok janúar," segir hún. SVAK verður tíu ára í byrjun maí. "Við ætlum við að minna á okkur reglulega í vetur í því sambandi. Það er því nokkuð gott hljóð í okkur Norðanmönnum og ekki laust við að jólaskapið sé farið að láta á sér kræla. Á óskalistanum fyrir jólin er svo auðvitað bara veiðidót. Vona að ættingjarnir klikki ekki á því," undirstrikar formaður Stangaveiðifélags Akureyrar.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði
Þótt blikur séu á lofti í stangaveiðiheiminum segist formaður Stangaveiðifélags Akureyrar síður en svo eiga von á samdrætti í sölu á svæðum félagsins. "Við erum eingöngu með silungsveiðiár á okkar höndum og á ég nú ekki von á að samdráttur verði í þeim ám nema síður sé. Tel ekki ólíklegt að laxveiðimenn munu að einhverju leyti leita meira í silunginn þar sem mér sýnist að dýrtíðin ætli að halda áfram í flestum laxveiðiám landslins," segir Guðrún Una Jónsdóttir, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar. SVAK er að byrja að undirbúa forsölu í Ólafsfjarðará sem félagið er með á leigu ásamt Veiðifélaginu Flugunni. Guðrún Una segir forsöluna munu hefjast í lok janúar eða byrjun febrúar. "Við sögðum Hofsá í Skagafirði upp í nóvember síðastliðinn þannig hún verður ekki á okkar vegum næsta sumar. Aðrar fastar ár í umboðssölu hjá okkur munu svo detta inn þegar líður á veturinn en þar má til dæmis nefna Hörgá, Svarfaðardalsá og Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Reikna einnig með að Laxá á Hrauni og Syðra-Fjalli og Norðurá í Skagafirði verði á söluvef SVAK," segir Guðrún Una. Þá segir Guðrún Una undirbúning fyrir vetrarstarfið á fullu. Það sé í samstarfi við veiðifélögin Fluguna og Flúðir. "Stefnan er sett á að hafa uppákomur á hverju mánudagskvöldi í vetur og munum við byrja í lok janúar," segir hún. SVAK verður tíu ára í byrjun maí. "Við ætlum við að minna á okkur reglulega í vetur í því sambandi. Það er því nokkuð gott hljóð í okkur Norðanmönnum og ekki laust við að jólaskapið sé farið að láta á sér kræla. Á óskalistanum fyrir jólin er svo auðvitað bara veiðidót. Vona að ættingjarnir klikki ekki á því," undirstrikar formaður Stangaveiðifélags Akureyrar.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði