Engu nær um ferðir Matthíasar Mána Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. desember 2012 19:29 Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að fanganum frá því síðdegis í gær en talið er að hann hafi sloppið út með því að klifra yfir girðingu. Fanginn heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára. Hann hlaut í september fimm ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Lögreglunni á Selfossi hefur borist fjöldi vísbendinga vegna málsins en er enn engu nær um það hvar Matthías heldur sig. Magnús Hlynur fréttamaður okkar hitti lögreglustjórann í dag. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi: Það hafa borist vísbendingar en þær hafa ekki borið árangur enn sem komið er. Fórnarlamb Matthíasar nýtur verndar lögreglu meðan að hann gengur laus. „Hann er allavega flóttamaður og það gæti bent til þess að hann væri hættulegur," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi. Tvær girðingar eru við Litla Hraun. Fangar hafa áður náð að strjúka með því að fara yfir þær. Sú sem er nær fangelsinu er um fimm metra há en þannig gerð að hægt er klifra yfir hana. Hin er mun lægri. Stjórnendur fangelsisins hafa margbent á hættuna af því að fangar geti komist yfir girðingarnar. Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla-Hrauni sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að fara yfir öryggismál og verkferla í fangelsinu. Hún hafði ekki tök á að veita fréttastofu viðtal en sagði úrbætur í öryggismálum standa fyrir dyrunum. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að 50 milljónir komi frá ríkinu til að setja í öryggismál og segir Margrét að áætlun sé setja upp nýjar girðingar við fangelsið, svokallaðar „anti-climb" girðingar. Slíka girðingu má til að mynda finna við réttargeðdeildina að Kleppi og nær ómögulegt að klifra yfir hana. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hringja í lögregluna síma 444-1000. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að fanganum frá því síðdegis í gær en talið er að hann hafi sloppið út með því að klifra yfir girðingu. Fanginn heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára. Hann hlaut í september fimm ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Lögreglunni á Selfossi hefur borist fjöldi vísbendinga vegna málsins en er enn engu nær um það hvar Matthías heldur sig. Magnús Hlynur fréttamaður okkar hitti lögreglustjórann í dag. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi: Það hafa borist vísbendingar en þær hafa ekki borið árangur enn sem komið er. Fórnarlamb Matthíasar nýtur verndar lögreglu meðan að hann gengur laus. „Hann er allavega flóttamaður og það gæti bent til þess að hann væri hættulegur," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi. Tvær girðingar eru við Litla Hraun. Fangar hafa áður náð að strjúka með því að fara yfir þær. Sú sem er nær fangelsinu er um fimm metra há en þannig gerð að hægt er klifra yfir hana. Hin er mun lægri. Stjórnendur fangelsisins hafa margbent á hættuna af því að fangar geti komist yfir girðingarnar. Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla-Hrauni sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að fara yfir öryggismál og verkferla í fangelsinu. Hún hafði ekki tök á að veita fréttastofu viðtal en sagði úrbætur í öryggismálum standa fyrir dyrunum. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að 50 milljónir komi frá ríkinu til að setja í öryggismál og segir Margrét að áætlun sé setja upp nýjar girðingar við fangelsið, svokallaðar „anti-climb" girðingar. Slíka girðingu má til að mynda finna við réttargeðdeildina að Kleppi og nær ómögulegt að klifra yfir hana. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hringja í lögregluna síma 444-1000.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira