Stórmerkileg tíðindi frá Írlandi 3. desember 2012 21:23 Víða á Bretlandseyjum eru stórkostlegar ár. Þessi mynd er tekin við ána Dee. mynd/Björgólfur Hávarðsson Á vef SVFR koma fram stórmerkilegar upplýsingar um þróun verðs á veiðileyfum á einu þekktasta svæði Írlands. Þar er brugðist við breytingum á kaupmætti veiðimanna með afgerandi hætti. Frétt SVFR er eftirfarandi: "Það hafa víðar orðið efnahagsþrengingar en á Íslandi, og eru frændur okkar Írar meðal þeirra sem illa hafa orðið úti. Þar hefur orðið verðhrun á laxveiðileyfum á flestum laxveiðisvæðum. Gott dæmi um þetta er að finna á einu þekktasta veiðisvæði Írlands, Blackwater Lodge, við hina heimsþekktu Blackwater. Í nýlegri yfirlýsingu frá eigendum veiðisvæðanna segir: "Vegna efnahagsþrenginga í heiminum eru veiðileyfi til stangaveiðimanna að lækka á heimsvísu. Þetta er gert til að halda í núverandi viðskiptavini svo og til að tryggja nýliðun í greininni.Vegna þessa munu veiðileyfi í Blackwater lækka um rúmlega 50% á milli áranna 2012 og 2013" Þetta er athyglivert, en stór fjöldi Evrópubúa sækir ána heim ár hver. Þetta er enn ein vísbending þess að verð veiðileyfa hérlendis er að fara í þveröfuga átt miðað við það sem gerist annarsstaðar í heiminum." svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Fluguveiðiskóli SVAK að hefjast aftur Veiði 112 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði
Á vef SVFR koma fram stórmerkilegar upplýsingar um þróun verðs á veiðileyfum á einu þekktasta svæði Írlands. Þar er brugðist við breytingum á kaupmætti veiðimanna með afgerandi hætti. Frétt SVFR er eftirfarandi: "Það hafa víðar orðið efnahagsþrengingar en á Íslandi, og eru frændur okkar Írar meðal þeirra sem illa hafa orðið úti. Þar hefur orðið verðhrun á laxveiðileyfum á flestum laxveiðisvæðum. Gott dæmi um þetta er að finna á einu þekktasta veiðisvæði Írlands, Blackwater Lodge, við hina heimsþekktu Blackwater. Í nýlegri yfirlýsingu frá eigendum veiðisvæðanna segir: "Vegna efnahagsþrenginga í heiminum eru veiðileyfi til stangaveiðimanna að lækka á heimsvísu. Þetta er gert til að halda í núverandi viðskiptavini svo og til að tryggja nýliðun í greininni.Vegna þessa munu veiðileyfi í Blackwater lækka um rúmlega 50% á milli áranna 2012 og 2013" Þetta er athyglivert, en stór fjöldi Evrópubúa sækir ána heim ár hver. Þetta er enn ein vísbending þess að verð veiðileyfa hérlendis er að fara í þveröfuga átt miðað við það sem gerist annarsstaðar í heiminum." svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Fluguveiðiskóli SVAK að hefjast aftur Veiði 112 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði