Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju 20. nóvember 2012 15:14 Úr Brynjudalsá. Mynd/Lax-á.is Töluverð ásókn er í veiðileyfi í Brynjudalsá fyrir næsta sumar og þá aðallega tveimur eða þremur dögum eftir fullt tungl. Þetta segir Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-á. Æ fleiri útlendingar sækja líka í Brynjudalsá nú en síðustu ár. "Við höfum verið duglegri að kynna hana fyrir þeim. En þar sem það er ekki veiðihús við ána hafa menn verið að bóka daga þar sem uppfyllingu í lengri túra," útskýrir Stefán. Hann segir að Brynjan hafi verið frekar stöðug síðustu ár og hafi verið nokkuð góð í fyrra miðað við aðrar ár. "Hún hefur verið að skríða yfir þetta 300 laxa síðustu ár," segir Stefán Páll. Að sögn Stefáns er sala á veiðileyfum hjá Lax-á fyrir næsta ár svipuð og hún var fyrir síðasta sumar. "Gangurinn er þokkalegur en það sem brást síðasta sumar, hjá flestum veiðileyfasölum, var að sumarsalan var langt undir væntingum. Það er samt enginn farinn að örvænta og þetta lítur vel út hjá okkur eins og sakir standa." Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Norðurá Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði
Töluverð ásókn er í veiðileyfi í Brynjudalsá fyrir næsta sumar og þá aðallega tveimur eða þremur dögum eftir fullt tungl. Þetta segir Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-á. Æ fleiri útlendingar sækja líka í Brynjudalsá nú en síðustu ár. "Við höfum verið duglegri að kynna hana fyrir þeim. En þar sem það er ekki veiðihús við ána hafa menn verið að bóka daga þar sem uppfyllingu í lengri túra," útskýrir Stefán. Hann segir að Brynjan hafi verið frekar stöðug síðustu ár og hafi verið nokkuð góð í fyrra miðað við aðrar ár. "Hún hefur verið að skríða yfir þetta 300 laxa síðustu ár," segir Stefán Páll. Að sögn Stefáns er sala á veiðileyfum hjá Lax-á fyrir næsta ár svipuð og hún var fyrir síðasta sumar. "Gangurinn er þokkalegur en það sem brást síðasta sumar, hjá flestum veiðileyfasölum, var að sumarsalan var langt undir væntingum. Það er samt enginn farinn að örvænta og þetta lítur vel út hjá okkur eins og sakir standa."
Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Norðurá Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði