Jólagluggi Kronkron vakti mikla athygli í fyrra en þá skapaði hönnuðurinn Hildur Yeoman lítið jólaævintýri í glugganum. Það tókst svo vel til að ákveðið var að skapa hefð úr gluggainnsetningunni. Í ár tók myndlistarkonan Helga Sif Guðmundsdóttir verkið að sér og ríkir mikil ánægja með hvernig til tókst.
Í tilefni af þessu býður Kronkron gestum og gangandi í opnun á laugardag þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Verslunin er opin milli klukkan 11 og 18 en opnunin hefst klukkan 16.
