Kvikmyndahátíðin Riff ferðast til Rómar 28. nóvember 2012 12:13 Hrönn Marinósdóttir hlakkar mikið til að fara til Rómar með sextán myndir í farteskinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hátíðin Fjögur skref til hins glæsta norðurs hefst á fimmtudag. Sextán kvikmyndir verða sýndar. "Það er mjög spennandi fyrir okkur að prófa þetta," segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Riff-hátíðarinnar. Sextán kvikmyndir verða sýndar á íslenskri kvikmyndahátíð í Róm á Ítalíu sem hefst á fimmtudaginn. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í boði borgarstjórans í Róm til heiðurs Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og kallast Fjögur skref til hins glæsta norðurs. "Það er gaman að fara með myndir út fyrir landsteinana sem við höfum sýnt á Riff og þetta á örugglega eftir að vekja athygli á því sem er að gerast hér heima í íslenskri kvikmyndagerð og því sem hátíðin stendur fyrir," segir Hrönn. "Það hafa ekki verið mikil tengsl á milli borganna hvað menningaruppákomur varðar þannig að þetta er alveg frábært." Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson verða viðstaddir sýningu á myndum sínum Mamma Gógó og Á annan veg og sitja fyrir svörum í kjölfar sýninga. Jafnframt verða þeir viðstaddir umræður ásamt Hrönn og Giorgio Gosetti dagskrárstjóra. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og í boði verður brot af því besta sem sýnt hefur verið á Riff undanfarin tvö ár. Alls eru þetta sextán myndir, þar af þrjár stuttmyndir. Áhersla verður lögð á íslenskar myndir eða myndir sem tengjast Íslandi. Einnig verða sýndar erlendar myndir sem hafa unnið til verðlauna á Riff-hátíðinni. Hátíðin er haldin í hinu þekkta bíói Casa del Cinema, sem Lonely Planet telur meðal áhugaverðari staða til að heimsækja í borginni. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar á heimasíðu hátíðarinnar, cineporto.com. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hátíðin Fjögur skref til hins glæsta norðurs hefst á fimmtudag. Sextán kvikmyndir verða sýndar. "Það er mjög spennandi fyrir okkur að prófa þetta," segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Riff-hátíðarinnar. Sextán kvikmyndir verða sýndar á íslenskri kvikmyndahátíð í Róm á Ítalíu sem hefst á fimmtudaginn. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í boði borgarstjórans í Róm til heiðurs Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og kallast Fjögur skref til hins glæsta norðurs. "Það er gaman að fara með myndir út fyrir landsteinana sem við höfum sýnt á Riff og þetta á örugglega eftir að vekja athygli á því sem er að gerast hér heima í íslenskri kvikmyndagerð og því sem hátíðin stendur fyrir," segir Hrönn. "Það hafa ekki verið mikil tengsl á milli borganna hvað menningaruppákomur varðar þannig að þetta er alveg frábært." Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson verða viðstaddir sýningu á myndum sínum Mamma Gógó og Á annan veg og sitja fyrir svörum í kjölfar sýninga. Jafnframt verða þeir viðstaddir umræður ásamt Hrönn og Giorgio Gosetti dagskrárstjóra. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og í boði verður brot af því besta sem sýnt hefur verið á Riff undanfarin tvö ár. Alls eru þetta sextán myndir, þar af þrjár stuttmyndir. Áhersla verður lögð á íslenskar myndir eða myndir sem tengjast Íslandi. Einnig verða sýndar erlendar myndir sem hafa unnið til verðlauna á Riff-hátíðinni. Hátíðin er haldin í hinu þekkta bíói Casa del Cinema, sem Lonely Planet telur meðal áhugaverðari staða til að heimsækja í borginni. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar á heimasíðu hátíðarinnar, cineporto.com.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira