Íslenskar fótboltastjörnur hvetja til lesturs 14. nóvember 2012 10:15 Þeir sem unna íslensku hafa haft vaxandi áhyggjur af minnkandi lestri barna og ungmenna undanfarin ár og hafa ýmsir hópar hist og rætt hvað gera skuli. Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur segir flesta skólar hafa ýtt undir lestur með margvíslegum hætti upp á síðkastið, t.d. með yndislestri, lestarkeppni, spurningarkeppni upp úr bókum og fleiru. "Mig langaði að leggja mitt lóð á vogarskálarnir, fyrir utan það að skrifa fyrir þennan aldurshóp og mest langaði mig að fá flottar fyrirmyndir til liðs við mig." Knattspyrnukapparnir Gylfi Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson voru meira en til í slaginn enda hetjur sem höfða til pilta, hvort sem þeir hafa áhuga á íþróttum eða ekki. Á sama tíma og hugmynd kviknaði hjá Þorgrími fékk hann símtal frá Skúla Mogesen sem sagðist vilja leggja því lið að hvetja stráka til að lesa meira -- af því hann hafði verið að skoða niðurstöður rannsókna sem sýndu að 25% unglingspilta gætu ekki lengur lesið sér til gagns. Þessi tvö glæsilegu plaköt eru afrakstur þess að þeir létu þetta mál sig varða og eiga fótboltagaurarnir þakkir skildar segir Þorgrímur. Við gerð plakatanna voru margar skemmtilegar myndir teknar af þeim Gylfa og Kolbeini, eins og sjá má á Facebook síðunni ,,Bókaðu þig" m.a. þar sem kapparnir eru að undirbúa sig fyrir landsleik en annar er svo upptekinn við bóklestur að hann er að verða of seinn í leikinn. Að lokum var ákveðið að nota slagorðið BÓKAÐU ÞIG. Á næstu vikum verður plakötunum dreift í skóla, íþróttahús, félagsmiðstöðvar, sundlaugar, bókasöfn og víðar og þau munu liggja frammi á ýmsum stöðum. "Til að auka á fjölbreytnina og virkja lesendur þá ákváðum við að verðlauna nokkra sem senda inn mynd af sér á síðuna Bókaður þig -- með uppáhaldsbókinni sinni. Fyrir jól fá 5 heppnir einstaklingar áritaða bók eftir mig og í janúar verður heppin ,,innsendandi" dreginn út og fær flugmiða fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum WOW." Allir sem komu að verkefninu gáfu vinnu sína en það var Erling Aðalsteinsson ljósmyndari sem tók myndirnar og Brandenborg sá um að hanna plakötin. "Á næstu mánuðum er mjög líklegt að fleiri fyrirmyndir poppi upp á plakötum, Facebook síðunni og víðar,"segir Þorgrímur að lokum."Íslenskir strákar lesa allt of lítið. Það er ósættanlegt. Bækur eru skemmtilegar, heillandi, fræðandi og það er til meira en nóg af þeim fyrir alla. Ekki dragast aftur úr lestrinum. Takið ykkur á strákar - og bókið ykkur!" segir Gylfi Sigurðssonhttp://www.facebook.com/bokaduthig#!/bokaduthigGóð bók hittir alltaf í mark! Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Þeir sem unna íslensku hafa haft vaxandi áhyggjur af minnkandi lestri barna og ungmenna undanfarin ár og hafa ýmsir hópar hist og rætt hvað gera skuli. Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur segir flesta skólar hafa ýtt undir lestur með margvíslegum hætti upp á síðkastið, t.d. með yndislestri, lestarkeppni, spurningarkeppni upp úr bókum og fleiru. "Mig langaði að leggja mitt lóð á vogarskálarnir, fyrir utan það að skrifa fyrir þennan aldurshóp og mest langaði mig að fá flottar fyrirmyndir til liðs við mig." Knattspyrnukapparnir Gylfi Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson voru meira en til í slaginn enda hetjur sem höfða til pilta, hvort sem þeir hafa áhuga á íþróttum eða ekki. Á sama tíma og hugmynd kviknaði hjá Þorgrími fékk hann símtal frá Skúla Mogesen sem sagðist vilja leggja því lið að hvetja stráka til að lesa meira -- af því hann hafði verið að skoða niðurstöður rannsókna sem sýndu að 25% unglingspilta gætu ekki lengur lesið sér til gagns. Þessi tvö glæsilegu plaköt eru afrakstur þess að þeir létu þetta mál sig varða og eiga fótboltagaurarnir þakkir skildar segir Þorgrímur. Við gerð plakatanna voru margar skemmtilegar myndir teknar af þeim Gylfa og Kolbeini, eins og sjá má á Facebook síðunni ,,Bókaðu þig" m.a. þar sem kapparnir eru að undirbúa sig fyrir landsleik en annar er svo upptekinn við bóklestur að hann er að verða of seinn í leikinn. Að lokum var ákveðið að nota slagorðið BÓKAÐU ÞIG. Á næstu vikum verður plakötunum dreift í skóla, íþróttahús, félagsmiðstöðvar, sundlaugar, bókasöfn og víðar og þau munu liggja frammi á ýmsum stöðum. "Til að auka á fjölbreytnina og virkja lesendur þá ákváðum við að verðlauna nokkra sem senda inn mynd af sér á síðuna Bókaður þig -- með uppáhaldsbókinni sinni. Fyrir jól fá 5 heppnir einstaklingar áritaða bók eftir mig og í janúar verður heppin ,,innsendandi" dreginn út og fær flugmiða fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum WOW." Allir sem komu að verkefninu gáfu vinnu sína en það var Erling Aðalsteinsson ljósmyndari sem tók myndirnar og Brandenborg sá um að hanna plakötin. "Á næstu mánuðum er mjög líklegt að fleiri fyrirmyndir poppi upp á plakötum, Facebook síðunni og víðar,"segir Þorgrímur að lokum."Íslenskir strákar lesa allt of lítið. Það er ósættanlegt. Bækur eru skemmtilegar, heillandi, fræðandi og það er til meira en nóg af þeim fyrir alla. Ekki dragast aftur úr lestrinum. Takið ykkur á strákar - og bókið ykkur!" segir Gylfi Sigurðssonhttp://www.facebook.com/bokaduthig#!/bokaduthigGóð bók hittir alltaf í mark!
Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira