Jóhann Berg: Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2012 22:16 Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Anton Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri í Andorra í vináttulandsleik í kvöld en þetta var fyrsta mark hans fyrir A-landsliðið. Jóhann Berg kom Íslandi yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. „Það var algjörlega kominn tími á þetta mark og það er auðvitað alltaf gaman að skora og ná fyrsta markinu," sagði Jóhann Berg Guðmundsson við Vísi eftir leikinn. „Það var þægilegt að ná marki svona snemma því þá kom öryggi í okkar leik og við gátum verið rólegir á boltanum. Það var samt erfitt að brjóta þá niður því þeir voru með alla í vörn og mikið í því að tefja. Það gerði það ennþá mikilvægara að ná þessu fyrsta marki," sagði Jóhann um mikilvægi þess að skora í upphafi leiks. „Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki. Ég er búinn að spila einhverja 22 leiki en hef samt ekkert verið að stressa mig á þessu. Ég er búinn að leggja upp mörk og liðið hefur verið að vinna þannig að ég var ekkert að kvarta," sagði Jóhann Berg um markaleysið. „Það er gott skora og auðvitað vill maður spila alla leiki. Vonandi verð ég í byrjunarliðinu í næstu leikjum. Það er reyndar langt í þá þannig að það getur hvað sem er gerst," sagði Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur unnið sér fast sæti í liði AZ Alkmaar og hefur verið spila vel í hollensku deildinni. „Maður er kominn í liðið þar og ef ég held áfram að spila þar þá fæ ég vonandi að halda sætinu mínu í þessu liði," sagði Jóhann Berg. „Ég var búinn að mikið á bekknum hjá AZ og sjálfstraustið var því ekki í botni hjá mér. Það var fínt að komast í liðið og ná að fara að skora og leggja upp mörk með AZ. Þá fer sjálfstraustið upp hjá manni og það skilaði sér eflaust í leikinn í dag," sagði Jóhann Berg. „Þetta var leikur sem við áttum fyrirfram að vinna og við gerðum það. Það er frábært að vinna leik og enda árið með stæl. Þetta er eitthvað sem við getum byggt á. Maður stefnir alltaf á það að skora eða leggja upp mörk og vonandi vinnum við fleiri leiki og reynum að gera eitthvað í þessari undankeppni," sagði Jóhann Berg. „Við erum búnir að ná betri úrslitum í þessari undankeppni en við gerðum í þeirri síðustu þannig að það er eitthvað jákvætt sem við getum horft á. Við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram," sagði Jóhann Berg að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri í Andorra í vináttulandsleik í kvöld en þetta var fyrsta mark hans fyrir A-landsliðið. Jóhann Berg kom Íslandi yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. „Það var algjörlega kominn tími á þetta mark og það er auðvitað alltaf gaman að skora og ná fyrsta markinu," sagði Jóhann Berg Guðmundsson við Vísi eftir leikinn. „Það var þægilegt að ná marki svona snemma því þá kom öryggi í okkar leik og við gátum verið rólegir á boltanum. Það var samt erfitt að brjóta þá niður því þeir voru með alla í vörn og mikið í því að tefja. Það gerði það ennþá mikilvægara að ná þessu fyrsta marki," sagði Jóhann um mikilvægi þess að skora í upphafi leiks. „Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki. Ég er búinn að spila einhverja 22 leiki en hef samt ekkert verið að stressa mig á þessu. Ég er búinn að leggja upp mörk og liðið hefur verið að vinna þannig að ég var ekkert að kvarta," sagði Jóhann Berg um markaleysið. „Það er gott skora og auðvitað vill maður spila alla leiki. Vonandi verð ég í byrjunarliðinu í næstu leikjum. Það er reyndar langt í þá þannig að það getur hvað sem er gerst," sagði Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur unnið sér fast sæti í liði AZ Alkmaar og hefur verið spila vel í hollensku deildinni. „Maður er kominn í liðið þar og ef ég held áfram að spila þar þá fæ ég vonandi að halda sætinu mínu í þessu liði," sagði Jóhann Berg. „Ég var búinn að mikið á bekknum hjá AZ og sjálfstraustið var því ekki í botni hjá mér. Það var fínt að komast í liðið og ná að fara að skora og leggja upp mörk með AZ. Þá fer sjálfstraustið upp hjá manni og það skilaði sér eflaust í leikinn í dag," sagði Jóhann Berg. „Þetta var leikur sem við áttum fyrirfram að vinna og við gerðum það. Það er frábært að vinna leik og enda árið með stæl. Þetta er eitthvað sem við getum byggt á. Maður stefnir alltaf á það að skora eða leggja upp mörk og vonandi vinnum við fleiri leiki og reynum að gera eitthvað í þessari undankeppni," sagði Jóhann Berg. „Við erum búnir að ná betri úrslitum í þessari undankeppni en við gerðum í þeirri síðustu þannig að það er eitthvað jákvætt sem við getum horft á. Við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram," sagði Jóhann Berg að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira