Fótbolti

Falcao: Ég veit ekki einu sinni hvað ég geri á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Radamel Falcao hefur verið frábær á þessu tímabili eftir mörg góð tímabil þar á undan.
Radamel Falcao hefur verið frábær á þessu tímabili eftir mörg góð tímabil þar á undan. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao hefur farið á kostum með Atletico Madrid og landsliði Kólumbíu á þessu tímabili. Mörg stærstu lið í heimi hafa nú mikinn áhuga á að kaupa kappann í janúarglugganum.

Radamel Falcao hefur skorað 13 mörk í 9 leikjum í öllum keppnum með Atletico Madrid á þessu tímabili auk þess að skora fjögur mörku í þremur landsleikjum á sama tíma. Hann hefur nú skorað í ellefu síðustu fótboltaleikjum sínum.

„Ég er rólegur og ég veit ekki einu sinni hvað ég geri á morgun," sagði Radamel Falcao þegar hann var spurður út í framtíðina en hann hefur verið orðaður við bæði Chelsea og Real Madrid.

„Ég er ánægður hér og nýt hverrar mínútu. Ég er ekki að hugsa um að fara frá félaginu heldur aðeins um að spila. Ég vona að allt gangi vel hjá okkur," sagði Falcao sem er 26 ára gamall og lék áður með Porto í Portúgal.

Radamel Falcao hefur unnið Evrópudeildina undanfarin tvö tímabil og skoraði 29 mörk í 29 leikjum í keppninni á þeim tíma. Falcao segir að félagið sitt ráði hans framtíð.

„Atletico og þeir sem ráða þar munu ákveða mína framtíð. Oft eru leikmennirnir sjálfir líka síðastir til að heyra af því sem er í gangi á bak við tjöldin," sagði Falcao,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×