Fótbolti

Ísland í hópi tólf þjóða á EM í Svíþjóð 2013

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Íslenska kvennalandsliðið komst í kvöld í úrslitakeppni EM í fótbolta sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar en Spánn og Rússland tryggðu sér einnig farseðil á mótið í gegnum umspilið. Íslensku stelpurnar fá að vita það eftir fimmtán daga hverjir mótherjar liðsins verða næsta sumar.

Svíþjóð (gestgjafi), Þýskaland, Frakkland, England, Noregur, Ítalía, Danmörk, Finnland, Holland, Spánn, Rússland og Ísland verða í pottinum þegar dregið verður í riðla fyrir úrslitakeppnina 9. nóvember næstkomandi.

Liðunum tólf verður skipt niður í þrjá riðla. Svíþjóð, Þýskaland og Frakkland verða í efsta styrkleikaflokki og íslensku stelpurnar verða því í riðli með einni af þessum þjóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×