Blóðbandabrullaup 26. október 2012 10:44 Víkingur Kristjánsson og Þórunn Erla í hlutverkum sínum, sem hjónin Ríkharður og Marta. Faðir Mörtu býður þeim og bræðrum hennar í brúðkaup, sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Leikritið Bastarðar eftir þá Gísla Örn Garðarsson, sem jafnframt leikstýrir, og Bandaríkjamanninn Richard LaGravenese er samstarfsverkefni Vesturports, Borgarleikhússins Malmö Statsteater og Teater Far302 í Kaupmannahöfn. Verkið var forsýnt með íslenskum, sænskum og dönskum leikurum á Listahátíð í vor og svo sýnt í Malmö og Kaupmannahöfn í sumar og haust við góðar undirtektir. Einungis íslenskir leikarar verða í sýningunni í Borgarleikhúsinu en verkið hefur verið þróað enn frekar frá forsýningu í vor. Víkingur Kristjánsson er í hópi þeirra sem leika í báðum uppfærslum en hann er í sitt hvoru hlutverkinu. "Það er verulega skemmtilegt að flakka svona á milli hlutverka," segir Víkingur. "Hlutverkið sem ég leik núna er nokkurn veginn eins og í fyrri uppfærslunni, nema ég er nokkuð yngri en sá sem lék það úti. Ég reyni að passa það að gera það að mínu." Velgengni Vesturports á erlendri grundu er kunnari en frá þurfi að segja og Víkingur segist hættur að kippa sér upp við það að ferðast á milli landa til að sýna. "Það er orðið svo til sjálfsagt mál núorðið, en var það alls ekki fyrir nokkrum árum." Samhliða velgengni utanlands hefur samstarf hópsins við erlenda listamenn, leikhópa og handritshöfunda færst í aukana. Er Vesturport enn þá íslenskur hópur eða er hann orðinn alþjóðlegur? "Já já, við erum alíslensk og gefum okkur ekki út fyrir að vera neitt annað," segir Víkingur. "Sjálfsagt spilar það inn í af hverju við þykjum spennandi úti, það vinnur að minnsta kosti með okkur að vera frá Íslandi." Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Leikritið Bastarðar eftir þá Gísla Örn Garðarsson, sem jafnframt leikstýrir, og Bandaríkjamanninn Richard LaGravenese er samstarfsverkefni Vesturports, Borgarleikhússins Malmö Statsteater og Teater Far302 í Kaupmannahöfn. Verkið var forsýnt með íslenskum, sænskum og dönskum leikurum á Listahátíð í vor og svo sýnt í Malmö og Kaupmannahöfn í sumar og haust við góðar undirtektir. Einungis íslenskir leikarar verða í sýningunni í Borgarleikhúsinu en verkið hefur verið þróað enn frekar frá forsýningu í vor. Víkingur Kristjánsson er í hópi þeirra sem leika í báðum uppfærslum en hann er í sitt hvoru hlutverkinu. "Það er verulega skemmtilegt að flakka svona á milli hlutverka," segir Víkingur. "Hlutverkið sem ég leik núna er nokkurn veginn eins og í fyrri uppfærslunni, nema ég er nokkuð yngri en sá sem lék það úti. Ég reyni að passa það að gera það að mínu." Velgengni Vesturports á erlendri grundu er kunnari en frá þurfi að segja og Víkingur segist hættur að kippa sér upp við það að ferðast á milli landa til að sýna. "Það er orðið svo til sjálfsagt mál núorðið, en var það alls ekki fyrir nokkrum árum." Samhliða velgengni utanlands hefur samstarf hópsins við erlenda listamenn, leikhópa og handritshöfunda færst í aukana. Er Vesturport enn þá íslenskur hópur eða er hann orðinn alþjóðlegur? "Já já, við erum alíslensk og gefum okkur ekki út fyrir að vera neitt annað," segir Víkingur. "Sjálfsagt spilar það inn í af hverju við þykjum spennandi úti, það vinnur að minnsta kosti með okkur að vera frá Íslandi."
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira