Ellefu laxar á land Trausti Hafliðason skrifar 26. október 2012 13:14 Veitt við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá. Mynd / Trausti Hafliðason Eins og gefur að skilja er farið að hægja mjög á laxveiðinni í hafbeitaránum á Suðurlandi. Samtals veiddust 11 laxar vikuna 17 til 24. október. Þetta kemur fram á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Í Ytri-Rangá veiddust fjórir laxar í síðustu viku og er heildarveiðin nú komin í 4.351 lax. Í fyrra veiddist 4.961 lax í Ytri-Rangá. Í Eystri-Rangá veiddust einni fjórir laxar í síðustu viku og hafa því í heildina veiðst 2.954 laxar í ánni. Í fyrra veiddust 4.387 laxar í Eystri-Rangá. Enn er veitt í Affallinu í Landeyjum en vikuna 17. til 24. þessa mánaðar veiddust tveir laxar í ánni. Alls hafa veiðst 480 laxar sem er aðeins betra en í fyrra þegar 476 laxar veiddust í ánni. Einn lax veiddist í Þverá í Fljótshlíð í síðustu viku. Heildarveiðin er þar með komin í 476 laxa en í fyrra veiddust í heildina 119 laxar í Þverá. Þess ber að geta að veiðin í þessum ám er ekki sérlega mikið stunduð á þessum árstíma en þó eru alltaf einhverjir veiðimenn sem láta sig hafa það. Á morgun er fyrsti vetrardagur og hafi menn sérstakan metnað til þess að veiða lax að vetri til hafa þeir tækifæri til þessu næstu fimm daga.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði
Eins og gefur að skilja er farið að hægja mjög á laxveiðinni í hafbeitaránum á Suðurlandi. Samtals veiddust 11 laxar vikuna 17 til 24. október. Þetta kemur fram á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Í Ytri-Rangá veiddust fjórir laxar í síðustu viku og er heildarveiðin nú komin í 4.351 lax. Í fyrra veiddist 4.961 lax í Ytri-Rangá. Í Eystri-Rangá veiddust einni fjórir laxar í síðustu viku og hafa því í heildina veiðst 2.954 laxar í ánni. Í fyrra veiddust 4.387 laxar í Eystri-Rangá. Enn er veitt í Affallinu í Landeyjum en vikuna 17. til 24. þessa mánaðar veiddust tveir laxar í ánni. Alls hafa veiðst 480 laxar sem er aðeins betra en í fyrra þegar 476 laxar veiddust í ánni. Einn lax veiddist í Þverá í Fljótshlíð í síðustu viku. Heildarveiðin er þar með komin í 476 laxa en í fyrra veiddust í heildina 119 laxar í Þverá. Þess ber að geta að veiðin í þessum ám er ekki sérlega mikið stunduð á þessum árstíma en þó eru alltaf einhverjir veiðimenn sem láta sig hafa það. Á morgun er fyrsti vetrardagur og hafi menn sérstakan metnað til þess að veiða lax að vetri til hafa þeir tækifæri til þessu næstu fimm daga.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði