Lagerbäck: Ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2012 11:15 Lars Lagerbäck. Mynd/Stefán Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson svöruðu spurningum albanskra blaðamanna á blaðamannafundi sem var haldinn í gær á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu en heimasíða KSÍ segir frá því sem fram fór á fundinum. Ísland og Albanía mætast í undankeppni HM á morgun og er þetta þriðji leikur liðanna í riðlinum. Lars Lagerbäck var meðal annars spurður út í muninn á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland. „Það er í raun ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland" sagði Lars Lars Lagerbäck. „Það eina sem er öðruvísi er að sænska knattspyrnusambandið er stærra en það íslenska og hefur því úr meiri fjármunum að ráða. En það er ekkert vandamál, þetta hefur allt gengið vel hjá okkur og ég hef ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Stuðningurinn er góður," sagði Lagerbäck. Lars hefur tvisvar sinnum áður komið til Albaníu, sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, og var minntur á það af albönskum blaðamönnum að hann hefði ekki enn unnið sigur hér, því fyrst töpuðu Svíar undir hans stjórn í Tírana og gerðu svo jafntefli. „Fyrst tap og svo jafntefli, þetta er allt á uppleið, vinnum við þá ekki bara á föstudaginn?" Sagði Svíinn og glotti við tönn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun heimasíðu KSÍ um fundinn: Á blaðamannafundi sem haldinn var á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu sátu þjálfarinn Lars Lagerbäck og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fyrir svörum albanskra blaðamanna. Þjálfarinn sænski var fyrst spurður við hverju hann byggist af landsliði Albaníu. „Albanía er með gott lið, og við sýnum Albönum virðingu sem knattspyrnuþjóð. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn, og liðið hefur verið óheppið að ná ekki betri árangri í gegnum tíðina, því hér hafa margar stórar knattspyrnuþjóðir lent í vandræðum. Albanarnir eru vel skipulagðir undir stjórn nýs þjálfara og leika agaðan og grimman varnarleik sem er stýrt af reynslumiklum leikmönnum eins og Lorik Cana, sem er leiðtogi liðsins og hefur flestar sóknirnar hjá þeim. Þó hann leiki jafnan sem miðvörður með landsliðinu er hann afar mikilvægur í spili þeirra. Leikmenn héðan eru líka þekktir fyrir að vera duglegir og grimmir í návígjum. Svo spila áhorfendur auðvitað inn í, þeir eru mjög öflugir hérna, afar ástríðufullir og styðja sitt lið af miklum krafti". Aron Einar tók undir orð þjálfarans. „Við vitum af hverju við erum hér og vitum hvað við viljum gera. Þetta verður örugglega jafn leikur, mikið um líkamleg átök og hörkutæklingar". Lars hefur tvisvar sinnum áður komið til Albaníu, sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, og var minntur á það af albönskum blaðamönnum að hann hefði ekki enn unnið sigur hér, því fyrst töpuðu Svíar undir hans stjórn í Tírana og gerðu svo jafntefli. „Fyrst tap og svo jafntefli, þetta er allt á uppleið, vinnum við þá ekki bara á föstudaginn?" Sagði Svíinn og glotti við tönn. „Það er í raun ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland" sagði Lars aðspurður. „Það eina sem er öðruvísi er að sænska knattspyrnusambandið er stærra en það íslenska og hefur því úr meiri fjármunum að ráða. En það er ekkert vandamál, þetta hefur allt gengið vel hjá okkur og ég hef ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Stuðningurinn er góður." Á Ísland möguleika í riðlinum? „Við eigum möguleika á móti öllum liðum og viljum keppa í efri hluta riðilsins, en til þess þurfum við að sýna stöðugleika frá einum leik til annars. Þessi riðill gæti orðið mjög jafn og ég tel að þetta sé svona riðill þar sem allir geta unnið alla. Við erum með ungt lið, unga leikmenn sem hafa nú þegar öðlast mikla reynslu og framtíðin er björt, eftir 2-3 ár verðum við vonandi með mjög sterkt lið." Er Aron Einar sammála? „Liðið er að vaxa með hverjum leik, þetta er allt á réttri leið hjá okkur og við erum alltaf að læra, og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Við viljum ná eins mörgum stigum og við getum í þessum riðli. Sviss virðist vera með sterkasta liðið, en annars held ég að allir geti unnið alla" sagði fyrirliði Íslands og tók þar með undir fyrri orð þjálfarans. Sem ungur fyrirliði svona ungs liðs, þá hlýturðu að vonast til að komast í lokakeppni stórmóts á komandi árum. Telurðu Ísland eiga möguleika á því? „Það er draumur okkar allra og allra Íslendinga, en það er langur vegur að þeim draumi og það þarf margt að gerast áður en hann getur orðið að veruleika. Það eru til dæmis nokkrir leikir eftir í þessum riðli." Sagði Aron og voru það lokaorðin á þessum blaðamannafundi, áður en liðið hélt á æfingu á Qemal Stafa leikvanginum, sem er í göngufæri frá hóteli liðsins. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson svöruðu spurningum albanskra blaðamanna á blaðamannafundi sem var haldinn í gær á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu en heimasíða KSÍ segir frá því sem fram fór á fundinum. Ísland og Albanía mætast í undankeppni HM á morgun og er þetta þriðji leikur liðanna í riðlinum. Lars Lagerbäck var meðal annars spurður út í muninn á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland. „Það er í raun ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland" sagði Lars Lars Lagerbäck. „Það eina sem er öðruvísi er að sænska knattspyrnusambandið er stærra en það íslenska og hefur því úr meiri fjármunum að ráða. En það er ekkert vandamál, þetta hefur allt gengið vel hjá okkur og ég hef ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Stuðningurinn er góður," sagði Lagerbäck. Lars hefur tvisvar sinnum áður komið til Albaníu, sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, og var minntur á það af albönskum blaðamönnum að hann hefði ekki enn unnið sigur hér, því fyrst töpuðu Svíar undir hans stjórn í Tírana og gerðu svo jafntefli. „Fyrst tap og svo jafntefli, þetta er allt á uppleið, vinnum við þá ekki bara á föstudaginn?" Sagði Svíinn og glotti við tönn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun heimasíðu KSÍ um fundinn: Á blaðamannafundi sem haldinn var á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu sátu þjálfarinn Lars Lagerbäck og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fyrir svörum albanskra blaðamanna. Þjálfarinn sænski var fyrst spurður við hverju hann byggist af landsliði Albaníu. „Albanía er með gott lið, og við sýnum Albönum virðingu sem knattspyrnuþjóð. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn, og liðið hefur verið óheppið að ná ekki betri árangri í gegnum tíðina, því hér hafa margar stórar knattspyrnuþjóðir lent í vandræðum. Albanarnir eru vel skipulagðir undir stjórn nýs þjálfara og leika agaðan og grimman varnarleik sem er stýrt af reynslumiklum leikmönnum eins og Lorik Cana, sem er leiðtogi liðsins og hefur flestar sóknirnar hjá þeim. Þó hann leiki jafnan sem miðvörður með landsliðinu er hann afar mikilvægur í spili þeirra. Leikmenn héðan eru líka þekktir fyrir að vera duglegir og grimmir í návígjum. Svo spila áhorfendur auðvitað inn í, þeir eru mjög öflugir hérna, afar ástríðufullir og styðja sitt lið af miklum krafti". Aron Einar tók undir orð þjálfarans. „Við vitum af hverju við erum hér og vitum hvað við viljum gera. Þetta verður örugglega jafn leikur, mikið um líkamleg átök og hörkutæklingar". Lars hefur tvisvar sinnum áður komið til Albaníu, sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, og var minntur á það af albönskum blaðamönnum að hann hefði ekki enn unnið sigur hér, því fyrst töpuðu Svíar undir hans stjórn í Tírana og gerðu svo jafntefli. „Fyrst tap og svo jafntefli, þetta er allt á uppleið, vinnum við þá ekki bara á föstudaginn?" Sagði Svíinn og glotti við tönn. „Það er í raun ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland" sagði Lars aðspurður. „Það eina sem er öðruvísi er að sænska knattspyrnusambandið er stærra en það íslenska og hefur því úr meiri fjármunum að ráða. En það er ekkert vandamál, þetta hefur allt gengið vel hjá okkur og ég hef ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Stuðningurinn er góður." Á Ísland möguleika í riðlinum? „Við eigum möguleika á móti öllum liðum og viljum keppa í efri hluta riðilsins, en til þess þurfum við að sýna stöðugleika frá einum leik til annars. Þessi riðill gæti orðið mjög jafn og ég tel að þetta sé svona riðill þar sem allir geta unnið alla. Við erum með ungt lið, unga leikmenn sem hafa nú þegar öðlast mikla reynslu og framtíðin er björt, eftir 2-3 ár verðum við vonandi með mjög sterkt lið." Er Aron Einar sammála? „Liðið er að vaxa með hverjum leik, þetta er allt á réttri leið hjá okkur og við erum alltaf að læra, og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Við viljum ná eins mörgum stigum og við getum í þessum riðli. Sviss virðist vera með sterkasta liðið, en annars held ég að allir geti unnið alla" sagði fyrirliði Íslands og tók þar með undir fyrri orð þjálfarans. Sem ungur fyrirliði svona ungs liðs, þá hlýturðu að vonast til að komast í lokakeppni stórmóts á komandi árum. Telurðu Ísland eiga möguleika á því? „Það er draumur okkar allra og allra Íslendinga, en það er langur vegur að þeim draumi og það þarf margt að gerast áður en hann getur orðið að veruleika. Það eru til dæmis nokkrir leikir eftir í þessum riðli." Sagði Aron og voru það lokaorðin á þessum blaðamannafundi, áður en liðið hélt á æfingu á Qemal Stafa leikvanginum, sem er í göngufæri frá hóteli liðsins.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann