Sigurður Ragnar: Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2012 12:45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í gær 18 manna landsliðshóp fyrir umspilsleiki á móti Úkraínu en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Sigurður Ragnar heldur tryggð við þann hóp sem mætti Norðmönnum í Osló á dögunum. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 ræddi við hann í gær. „Úkraína er með mjög sterkt lið og við undirbúum okkur fyrir tvo mjög erfiða leiki. Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við. Þær halda boltanum mjög vel innan liðsins, eru vel spilandi og tæknilega góðar. Það hafa verið að ná svipuðum úrslitum og við undanfarin ár og liggja á svipuðum stað og við á styrkleikalistanum. Þetta verða tveir jafnir leikir," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Íslensku stelpurnar komust á síðasta EM með því að slá Írland út í tveimur umspilsleikjum. „Mér finnst þetta vera betra lið en þær spila öðruvísi fótbolta og það er spurning hvernig það hentar okkur. Áður hefur okkur gengið frekar illa með lið sem eru góð að halda boltanum innan liðsins en vonandi verður það ekki núna," sagði Sigurður Ragnar. „Við höfum misstigið okkur eins og Úkraína í sínum riðli. Við misstigum okkur gegn Belgíu og það er dýrt þegar maður hugsar til baka. Svona er fótboltinn, við verðum bara að reyna að læra af því og mæta ennþá betri til leiks í þessa tvo leiki," sagði Sigurður Ragnar. „Það er betra stand á Margréti Láru sem er að spila alla leiki og skora mörk. Það er mjög jákvætt fyrir okkur. Einu meiðslin sem ég hef áhyggjur af eru þau hjá Katrínu Ómarsdóttur sem er með smá tognun á kálfa. Vonandi verður hún búin að ná sér því hún hefur spilað feikivel fyrir okkur í síðustu leikjum," sagði Sigurður Ragnar. „Ég held að jafntefli í fyrri leiknum yrðu mjög góð úrslit fyrir okkur og ef við næðum að skora þá væri það mjög jákvætt því mark á útivelli getur talið mjög mikið í þessu," sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í gær 18 manna landsliðshóp fyrir umspilsleiki á móti Úkraínu en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Sigurður Ragnar heldur tryggð við þann hóp sem mætti Norðmönnum í Osló á dögunum. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 ræddi við hann í gær. „Úkraína er með mjög sterkt lið og við undirbúum okkur fyrir tvo mjög erfiða leiki. Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við. Þær halda boltanum mjög vel innan liðsins, eru vel spilandi og tæknilega góðar. Það hafa verið að ná svipuðum úrslitum og við undanfarin ár og liggja á svipuðum stað og við á styrkleikalistanum. Þetta verða tveir jafnir leikir," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Íslensku stelpurnar komust á síðasta EM með því að slá Írland út í tveimur umspilsleikjum. „Mér finnst þetta vera betra lið en þær spila öðruvísi fótbolta og það er spurning hvernig það hentar okkur. Áður hefur okkur gengið frekar illa með lið sem eru góð að halda boltanum innan liðsins en vonandi verður það ekki núna," sagði Sigurður Ragnar. „Við höfum misstigið okkur eins og Úkraína í sínum riðli. Við misstigum okkur gegn Belgíu og það er dýrt þegar maður hugsar til baka. Svona er fótboltinn, við verðum bara að reyna að læra af því og mæta ennþá betri til leiks í þessa tvo leiki," sagði Sigurður Ragnar. „Það er betra stand á Margréti Láru sem er að spila alla leiki og skora mörk. Það er mjög jákvætt fyrir okkur. Einu meiðslin sem ég hef áhyggjur af eru þau hjá Katrínu Ómarsdóttur sem er með smá tognun á kálfa. Vonandi verður hún búin að ná sér því hún hefur spilað feikivel fyrir okkur í síðustu leikjum," sagði Sigurður Ragnar. „Ég held að jafntefli í fyrri leiknum yrðu mjög góð úrslit fyrir okkur og ef við næðum að skora þá væri það mjög jákvætt því mark á útivelli getur talið mjög mikið í þessu," sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira