Sjóbirtingur rétt við höfuðborgarsvæðið Trausti Hafliðason skrifar 28. september 2012 22:14 Feitur og pattaralegur sjóbirtingur. Þessi var aðeins 53 sentímetrar en vó ríflega fjögur pund. Mynd / Trausti Hafliðason Galdurinn við sjóbirtingsveiðina í Varmá við Hveragerði er að veiða andstreymis með púpum. Þó laxveiðitímabilinu sé um það bil að ljúka víðast hvar er enn hægt að fara í sjóbirting. Haraldur Eiríksson, markaðs- og sölufulltrúi Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir að Varmá í Hveragerði sé að mörgu leyti vanmetin sjóbirtingsá. "Miðað við það hvað þetta er góð sjóbirtingsá er alveg ljóst að hún hefur ekki verið nýtt sem skyldi enda eigum við enn töluvert af óseldum veiðileyfum. Það er veitt í Varmá til 20. október og það er mikið af vænum fiski í ánni. Það er alls ekki óalgengt að menn séu að fá 10 til 12 punda sjóbirtinga. Það eru mikið sömu veiðimennirnir sem stunda þessa á enda tekur smá tíma að læra inn á hana. Þannig er það reyndar með flestar ár." En hver er galdurinn við að veiða í Varmá? "Það er auðvitað mikilvægt að það sé gott vatn í ánni en sú hefur einmitt reyndin verið í allt haust. Helstu mistökin sem menn gera er að nota eingöngu straumflugur við veiðar því ég veit að þeir sem hafa veitt best hafa veitt andstreymis á Þingvallapúpur - króka átta eða tólf. Á haustin er best að veiða fyrir ofan þjóðveg en það eru mjög margir veiðistaðir inni núna. Fyrir ofan Reykjafoss veiðist til dæmis bara vænn sjóbirtingur því minni fiskurinn kemst ekki upp fossinn." Haraldur segir að veiðin í Varmá í ár hafi verið með ágætum og dæmi um að menn hafi verið með á bilinu 11 til 14 fiska á stöng eftir daginn. Misbrestur sé hins vegar á skráningu afla og því mikilvægt að þeir sem skrái ekki í veiðibók sendi Stangaveiðifélaginu tölvupóst með aflatölum. Best sé að senda slíkan póst á svfr@svfr.is.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Fluguveiðiskóli SVAK að hefjast aftur Veiði 112 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði
Galdurinn við sjóbirtingsveiðina í Varmá við Hveragerði er að veiða andstreymis með púpum. Þó laxveiðitímabilinu sé um það bil að ljúka víðast hvar er enn hægt að fara í sjóbirting. Haraldur Eiríksson, markaðs- og sölufulltrúi Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir að Varmá í Hveragerði sé að mörgu leyti vanmetin sjóbirtingsá. "Miðað við það hvað þetta er góð sjóbirtingsá er alveg ljóst að hún hefur ekki verið nýtt sem skyldi enda eigum við enn töluvert af óseldum veiðileyfum. Það er veitt í Varmá til 20. október og það er mikið af vænum fiski í ánni. Það er alls ekki óalgengt að menn séu að fá 10 til 12 punda sjóbirtinga. Það eru mikið sömu veiðimennirnir sem stunda þessa á enda tekur smá tíma að læra inn á hana. Þannig er það reyndar með flestar ár." En hver er galdurinn við að veiða í Varmá? "Það er auðvitað mikilvægt að það sé gott vatn í ánni en sú hefur einmitt reyndin verið í allt haust. Helstu mistökin sem menn gera er að nota eingöngu straumflugur við veiðar því ég veit að þeir sem hafa veitt best hafa veitt andstreymis á Þingvallapúpur - króka átta eða tólf. Á haustin er best að veiða fyrir ofan þjóðveg en það eru mjög margir veiðistaðir inni núna. Fyrir ofan Reykjafoss veiðist til dæmis bara vænn sjóbirtingur því minni fiskurinn kemst ekki upp fossinn." Haraldur segir að veiðin í Varmá í ár hafi verið með ágætum og dæmi um að menn hafi verið með á bilinu 11 til 14 fiska á stöng eftir daginn. Misbrestur sé hins vegar á skráningu afla og því mikilvægt að þeir sem skrái ekki í veiðibók sendi Stangaveiðifélaginu tölvupóst með aflatölum. Best sé að senda slíkan póst á svfr@svfr.is.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Fluguveiðiskóli SVAK að hefjast aftur Veiði 112 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði