Laxveiði í október Trausti Hafliðason skrifar 30. september 2012 07:00 Einbeittur veiðimaður á veiðistað númer 19 í Affallinu í Landeyjum. Mynd / Trausti Hafliðason Laxveiðitímabilið er ekki búið því veitt er í þó nokkrum ám langt út október mánuð. Eru þetta allt hafbeitarár með töluverðri laxavon. Vísast eru margir veiðimenn annað hvort búnir eða í þann mund að koma stöngunum fyrir inni í geymslu eða bílskúr. Það þarf þó ekki að vera þannig. Auðvitað er enn veitt í fjölmörgum sjóbirtingsám víða um land en það sem kannski færri vita er að lax er veiddur í nokkrum ám í október en þá er um að ræða hafbeitarár. Á meðal þeirra áa sem enn bjóða upp á laxveiði eru Ytri-Rangá, Eystri-Rangá, Hólsá, Affallið, Þverá í Fljótshlíð og Tungufljót við Reykholt. Veiðin í þessum ám getur verið ágæt þó langt sé liðið á haustið. Ekki þarf að fjölyrða um veiðina í Rangánum, því hún er jú flestum veiðimönnum kunn. Hins vegar hafa veiðst vel á fimmta hundrað laxar í Affallinu í Landeyum og hátt í 300 í Þverá í Fljótshlíð, þá er enn ágæt von í Hólsá og Tungufljóti. Veiðimenn sem ólmir vilja lax í frystikistuna geta fengið upplýsingar um laus leyfi hér:Ytri-Rangá, Hólsá og Tungufljót - agn.isEystri-Rangá, Affallið og Þverá - ranga.istrausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Nýr leigutaki að Skjálfandafljóti Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði
Laxveiðitímabilið er ekki búið því veitt er í þó nokkrum ám langt út október mánuð. Eru þetta allt hafbeitarár með töluverðri laxavon. Vísast eru margir veiðimenn annað hvort búnir eða í þann mund að koma stöngunum fyrir inni í geymslu eða bílskúr. Það þarf þó ekki að vera þannig. Auðvitað er enn veitt í fjölmörgum sjóbirtingsám víða um land en það sem kannski færri vita er að lax er veiddur í nokkrum ám í október en þá er um að ræða hafbeitarár. Á meðal þeirra áa sem enn bjóða upp á laxveiði eru Ytri-Rangá, Eystri-Rangá, Hólsá, Affallið, Þverá í Fljótshlíð og Tungufljót við Reykholt. Veiðin í þessum ám getur verið ágæt þó langt sé liðið á haustið. Ekki þarf að fjölyrða um veiðina í Rangánum, því hún er jú flestum veiðimönnum kunn. Hins vegar hafa veiðst vel á fimmta hundrað laxar í Affallinu í Landeyum og hátt í 300 í Þverá í Fljótshlíð, þá er enn ágæt von í Hólsá og Tungufljóti. Veiðimenn sem ólmir vilja lax í frystikistuna geta fengið upplýsingar um laus leyfi hér:Ytri-Rangá, Hólsá og Tungufljót - agn.isEystri-Rangá, Affallið og Þverá - ranga.istrausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Nýr leigutaki að Skjálfandafljóti Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði