Allt bendir til þess að Katrín og Margrét Lára verði báðar leikfærar á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2012 18:21 Mynd/Stefán Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni EM á Laugardalsvellinum á laugardaginn þar sem sigur tryggir íslensku stelpunum í það minnsta þátttöku í umspili um sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Það hefur verið mikil óvissa í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markahæsta leikmanns liðsins, Margrétar Láru Viðarsdóttur, í þessum mikilvæga leik. Allt bendir nú til þess að þær geti báðar verið með í leiknum á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. „Ég er bjartsýn á að geta verið leikfær miðað við hvernig þetta hefur gengið undanfarið en ég geri mér fulla grein fyrir því að það er þjálfarinn sem velur liðið og ég er ekki búin að spila marga leiki á síðustu tveimur mánuðum. Þetta verður bara að koma í ljós því ég ræð þessu ekki á endanum," sagði Katrín fyrir æfingu liðsins í dag. Katrín æfði reyndar ekki í dag en þó ekki vegna lærameiðslanna heldur vegna þess að hún tognaði á ökkla á æfingu í gær. Það var einnig gott hljóð í Margréti Láru sem var í fyrstu ekki valin í hópinn vegna meiðsla en var síðan bætt við hópinn á þriðjudaginn. „Ég er komin hingað með landsliðinu. Ég er ánægð með það og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað," sagði Margrét Lára en hún kom inn á sem varamaður í leik með Kristianstad í byrjun vikunnar. „Það gekk bara fínt í þessum leik. Ég spilaði einhverjar 20 til 25 mínútur. Ég vissi það á laugardeginum að ég yrði í hópnum með Kristianstad. Ég hafði þá strax samband við Sigga því ég vildi láta hann vita af því að ég væri í hóp og væri mögulega að fara að koma inn á. Ef ég get hjálpað liðinu mínu úti og verið til staðar fyrir það þá er ég að sjálfsögðu til staðar ef kallið kemur frá landsliðsþjálfaranum," sagði Margrét Lára sem var með á æfingunni í dag. Margrét Lára veit þó ekki frekar en Katrín hvert hlutverk hennar verður í leiknum við Norður-Íra. „Við erum ekkert búin að ræða það og það kemur bara í ljós. Við þurfum að láta æfingarnar þróast og svo velur Siggi bara sitt besta lið á laugardaginn. Maður tekur því bara hvort að maður spilar eða er á bekknum. Ég ætla að sinna mínu hlutverki eins vel og ég get," sagði Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni EM á Laugardalsvellinum á laugardaginn þar sem sigur tryggir íslensku stelpunum í það minnsta þátttöku í umspili um sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Það hefur verið mikil óvissa í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markahæsta leikmanns liðsins, Margrétar Láru Viðarsdóttur, í þessum mikilvæga leik. Allt bendir nú til þess að þær geti báðar verið með í leiknum á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. „Ég er bjartsýn á að geta verið leikfær miðað við hvernig þetta hefur gengið undanfarið en ég geri mér fulla grein fyrir því að það er þjálfarinn sem velur liðið og ég er ekki búin að spila marga leiki á síðustu tveimur mánuðum. Þetta verður bara að koma í ljós því ég ræð þessu ekki á endanum," sagði Katrín fyrir æfingu liðsins í dag. Katrín æfði reyndar ekki í dag en þó ekki vegna lærameiðslanna heldur vegna þess að hún tognaði á ökkla á æfingu í gær. Það var einnig gott hljóð í Margréti Láru sem var í fyrstu ekki valin í hópinn vegna meiðsla en var síðan bætt við hópinn á þriðjudaginn. „Ég er komin hingað með landsliðinu. Ég er ánægð með það og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað," sagði Margrét Lára en hún kom inn á sem varamaður í leik með Kristianstad í byrjun vikunnar. „Það gekk bara fínt í þessum leik. Ég spilaði einhverjar 20 til 25 mínútur. Ég vissi það á laugardeginum að ég yrði í hópnum með Kristianstad. Ég hafði þá strax samband við Sigga því ég vildi láta hann vita af því að ég væri í hóp og væri mögulega að fara að koma inn á. Ef ég get hjálpað liðinu mínu úti og verið til staðar fyrir það þá er ég að sjálfsögðu til staðar ef kallið kemur frá landsliðsþjálfaranum," sagði Margrét Lára sem var með á æfingunni í dag. Margrét Lára veit þó ekki frekar en Katrín hvert hlutverk hennar verður í leiknum við Norður-Íra. „Við erum ekkert búin að ræða það og það kemur bara í ljós. Við þurfum að láta æfingarnar þróast og svo velur Siggi bara sitt besta lið á laugardaginn. Maður tekur því bara hvort að maður spilar eða er á bekknum. Ég ætla að sinna mínu hlutverki eins vel og ég get," sagði Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira