„Stórfiskar kafa víða um vatnamótin" 1. september 2012 11:09 Falleg veiði úr Tungufljóti. Myndin var tekin haustið 2009. Mynd / Garðar Örn Úlfarsson Líf er að færast í sjóbirtingsveiðina í Tungufljóti. Á tveimur tímum í gærkvöldi veiddust þrír birtingar sem voru allt að tíu punda þungir. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir að rignt hafi duglega eystra síðustu daga og því sé útlit fyrir að birtingurinn sé snemma á ferðinni. „Veiðimenn sem leið áttu um úr laxlausri á í nágrenninu fengu að veiða tvo tíma nú undir kvöld [gærkvöld]," segir á vef SVFR. „Sögðu þeir mikið af birtingi mætt í Syðri-Hólma, náðu þar þremur fiskum á stuttum tíma - allt að tíu pundum. Undir kvöldið lygndi á þessum slóðum og mátti þá sjá stórfiska kafa víða um vatnamótin." Í fyrra veiddust 264 sjóbirtingar í Tungufljóti, 42 laxar og 3 bleikjur.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Allt um veiðihnúta Veiði
Líf er að færast í sjóbirtingsveiðina í Tungufljóti. Á tveimur tímum í gærkvöldi veiddust þrír birtingar sem voru allt að tíu punda þungir. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir að rignt hafi duglega eystra síðustu daga og því sé útlit fyrir að birtingurinn sé snemma á ferðinni. „Veiðimenn sem leið áttu um úr laxlausri á í nágrenninu fengu að veiða tvo tíma nú undir kvöld [gærkvöld]," segir á vef SVFR. „Sögðu þeir mikið af birtingi mætt í Syðri-Hólma, náðu þar þremur fiskum á stuttum tíma - allt að tíu pundum. Undir kvöldið lygndi á þessum slóðum og mátti þá sjá stórfiska kafa víða um vatnamótin." Í fyrra veiddust 264 sjóbirtingar í Tungufljóti, 42 laxar og 3 bleikjur.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Allt um veiðihnúta Veiði