Garðar Jóhannsson, framherjinn öflugi í liði Stjörnunnar, verður ekki með í leiknum gegn ÍA í Pepsideild karla í kvöld vegna afar sérstakra meiðsla.
Garðar, sem stundar nám við íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík, meiddist þegar hann var í handbolta á mánudaginn.
"Þetta var mjög klaufalegt. Ég lenti illa og sprengdi einhvern poka í hælnum. Ég verð ekki með í kvöld og er tæpur fyrir leikinn á sunnudaginn", sagði Garðar í samtali við Vísi.
Ljóst er að fjarvera Garðars er mikill missir fyrir Stjörnuna enda helsti markaskorari liðsins. Garðar átti afbragðs leik gegn KR í úrslitaleik bikarkeppninnar á laugardaginn og skoraði þar glæsilegt mark. Að auki er Garðar markahæstur leikmanna Stjörnunnar í deildinni í sumar með fimm mörk fjórtán leikjum.
Garðar ekki með gegn ÍA í kvöld | Slasaði sig í handbolta
Hjörtur Hjartarson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
