Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp 25. ágúst 2012 16:15 Eftir frem,ur rólega veiði í Tungufljóti tvö síðustu árin berast nú betri fréttir. Þessir fiskar veiddust í Bjarnarfossi haustið 2009. Mynd / Garðar Tungufljót í Skaftafellssýslu, Eldvatnsbotnar og Varmá verða kynntar á sérstöku sjóbirtingskvöldi hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á þriðjudaginn. "Árnefndir viðkomandi svæða munu munu kynna svæðin, lýsa helstu veiðistöðum og jafnvel ljóstra upp einhverjum vel geymdum leyndarmálum!" segir á svfr.is. Þá segir að fiskifræðingurinn góðkunni, Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum, muni flytja fróðlegt erindi um mun á lífsvenjum laxa og sjóbirtinga. "Á sama tíma og laxinn virðist í niðursveiflu heyrast fréttir af góðum sjóbirtingsgöngum Stórir birtingar eru farnir að veiðast, til dæmis einn 12 punda í Tungufljóti og fleiri vænir. Nú er besti tíminn til að veiða sjóbirting að nálgast," segir á svfr.is. Vert er að gera þess að í frétt Stangaveiðifélagsins kemur fram að á meðan dagskránni stendur verða veiðileyfi seld á sérstöku tilboði á staðnum. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði
Tungufljót í Skaftafellssýslu, Eldvatnsbotnar og Varmá verða kynntar á sérstöku sjóbirtingskvöldi hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á þriðjudaginn. "Árnefndir viðkomandi svæða munu munu kynna svæðin, lýsa helstu veiðistöðum og jafnvel ljóstra upp einhverjum vel geymdum leyndarmálum!" segir á svfr.is. Þá segir að fiskifræðingurinn góðkunni, Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum, muni flytja fróðlegt erindi um mun á lífsvenjum laxa og sjóbirtinga. "Á sama tíma og laxinn virðist í niðursveiflu heyrast fréttir af góðum sjóbirtingsgöngum Stórir birtingar eru farnir að veiðast, til dæmis einn 12 punda í Tungufljóti og fleiri vænir. Nú er besti tíminn til að veiða sjóbirting að nálgast," segir á svfr.is. Vert er að gera þess að í frétt Stangaveiðifélagsins kemur fram að á meðan dagskránni stendur verða veiðileyfi seld á sérstöku tilboði á staðnum.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði