Einstök hellableikja við Mývatn 27. ágúst 2012 08:00 Við Mývatn. Hellableikjan hefur fundist í hellum við vatnið. Rannsókn á hellableikju við Mývatn stendur nú yfir en verkefnið þykir einstakt á heimsvísu þar sem fylgst er með þróun margra náttúrulegra stofna í einu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í gær. Tvö bleikjuafbrigði finnast í Mývatni en nú hefur þriðja afbrigðið, dvergvaxin bleikja, fundist í hraunhellum við vatnið. Svo virðist sem í hverjum helli hafi þróast sjálfstætt bleikjuafbrigði. Bjarni Kristófer Kristjánsson, dósent við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum, sagði í samtali við RÚV að í hverjum þessara hella virðist vera erfðafræðilega nánast aðgreindur stofn af bleikju, sem hver sé mjög lítill. Allir fiskar í tuttugu hellum verða merktir og fylgst verður með þeim í þrjú ár. Með rannsókninni vonast Bjarni Kristófer og samstarfsmenn hans meðal annars til þess að geta fundið út hvenær og hvernig bleikjan hafi komist í hellana og hvernig hún sé erfðafræðilega skyld bleikjunni í vatninu sem og innbyrðist. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði
Rannsókn á hellableikju við Mývatn stendur nú yfir en verkefnið þykir einstakt á heimsvísu þar sem fylgst er með þróun margra náttúrulegra stofna í einu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í gær. Tvö bleikjuafbrigði finnast í Mývatni en nú hefur þriðja afbrigðið, dvergvaxin bleikja, fundist í hraunhellum við vatnið. Svo virðist sem í hverjum helli hafi þróast sjálfstætt bleikjuafbrigði. Bjarni Kristófer Kristjánsson, dósent við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum, sagði í samtali við RÚV að í hverjum þessara hella virðist vera erfðafræðilega nánast aðgreindur stofn af bleikju, sem hver sé mjög lítill. Allir fiskar í tuttugu hellum verða merktir og fylgst verður með þeim í þrjú ár. Með rannsókninni vonast Bjarni Kristófer og samstarfsmenn hans meðal annars til þess að geta fundið út hvenær og hvernig bleikjan hafi komist í hellana og hvernig hún sé erfðafræðilega skyld bleikjunni í vatninu sem og innbyrðist.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði