Ótrúleg veiðitækni grænhegra Trausti Hafliðason skrifar 28. ágúst 2012 07:00 Grænhegrinn er augljóslega eldklár veiðifugl. Myndband af grænhegra á veiðum nýtur nú mikillar hylli á YouTube. Myndbandið sýnir hvernig fuglinn beitir brauði á lymskulegan hátt þar til fiskurinn lætur glepjast. Ekki fylgir sögunni hvar myndbandið er tekið en heimkynni grænhegrans (Butorides virescens) eru í Mið- og Norður-Ameríku. Reyndar hefur þessi tegund þvælst til Íslands og meðal annars hafa náðst myndir af honum í Austur-Skaftafellssýslu. Sjón er sögu ríkari og hér er tengill á YouTube-myndabandið sem ætti að létta mönnum lundina í fiskleysinu hér heima. Fyrir þá sem vilja lesa meira um grænhegran þá er greinarstúfur um hann á Wikipedia. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði
Myndband af grænhegra á veiðum nýtur nú mikillar hylli á YouTube. Myndbandið sýnir hvernig fuglinn beitir brauði á lymskulegan hátt þar til fiskurinn lætur glepjast. Ekki fylgir sögunni hvar myndbandið er tekið en heimkynni grænhegrans (Butorides virescens) eru í Mið- og Norður-Ameríku. Reyndar hefur þessi tegund þvælst til Íslands og meðal annars hafa náðst myndir af honum í Austur-Skaftafellssýslu. Sjón er sögu ríkari og hér er tengill á YouTube-myndabandið sem ætti að létta mönnum lundina í fiskleysinu hér heima. Fyrir þá sem vilja lesa meira um grænhegran þá er greinarstúfur um hann á Wikipedia. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði