Vögguvísa komin aftur í bókabúðir 10. ágúst 2012 20:00 Þorsteinn Surmeli, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, Anna Lea Friðriksdóttir, Þórunn Kristjándóttir og Svavar Steinar Guðmundsson. Á dögunum var skáldsagan Vögguvísa eftir Elías Már endurútgefin, en hún kom fyrst út árið 1950. Ekki er víst að allir þekki bókina, sem jafnan er talin fyrsta Reykjavíkursagan, en gangi áætlanir eftir verður raunin önnur strax í haust. Vögguvísa verður í brennidepli á lestrarhátíð Reykjavíkur Bókmenntaborgar Unesco í október og verður slagorðið "ein borg, ein bók" í hávegum haft. Hugmyndin er að allir borgarbúar lesi Vögguvísu og umræðan um hana verði alltumlykjandi - á öllum skólastigum, í fjölmiðlum, á bókasöfnum, hvar sem er verði fólk að velta fyrir sér Vögguvísu. "Þegar þú ferð í klippingu áttu meira að segja að vera að tala um hana við manneskjuna sem situr við hliðina á þér," segir Svavar Steinarr Guðmundsson hjá bókaútgáfunni Lesstofunni, sem stendur fyrir endurútgáfunni. Vögguvísa er annað verkið sem kemur út á vegum Lesstofunnar og kemur í kjölfar Angantýs eftir Elínu Thorarensen. "Öfugt við flestar aðrar skáldsögur sem komu út í kringum 1950 er Vögguvísa ekki full af fortíðarþrá og stöðugt að miða borgina við sveitina. Sveitin er ekki til í hugmyndaheimi unglinganna í bókinni. Þarna nær Elías að fanga þessa nýju borg, sem er að verða til beint fyrir framan nefið á honum," segir Svavar, beðinn um að útskýra hvað geri söguna svo einstaka. Við skriftirnar fór Elías út á meðal unglinga, rannsakaði þeirra tungutak og bjó sér til safn yfir slangurorð og orðasambönd þeirra. Bókin er öll skrifuð á því tungutaki og er því einstök heimild um tjáningarmáta unglinga þessa tíma. Slangurorðasafnið er birt í heild sinni í endurútgáfu bókarinnar, en áður hefur einungis brot af því birst, í viðtalsbók Hjálmars Sveinssonar við Elías frá árinu 2007, Nýr penni í nýju lýðveldi. Svavar segir stórskemmtilegt að velta fyrir sér orðunum í safninu. "Mörg þessara orða lítum við ekki á sem slangur lengur, heldur sem góð og gild íslensk orð, svo sem orðið brandari. En svo er líka slangur þarna sem við þekkjum alls ekki í dag, og nokkur kjánaleg orð inn á milli." Vögguvísa er önnur bókin sem kemur út á vegum Lesstofunnar frá því hún var sett á stofn fyrir rúmu ári síðan. Að útgáfunni standa fimm fyrrverandi skólafélagar við Háskóla Íslands, sem vildu vinna að sameiginlegum áhugamáli sínu að námi loknu og láta að sér kveða í íslenskri bók menntaumræðu. Svavar segir megináherslu lagða á endurútgáfu mikilvægra verka í íslenskri bókmenntasögu, sem fyrir einhverjar sakir hafi týnst eða gleymst. Fleiri endurútgáfur séu væntanlegar frá útgáfunni, auk bæði nýrra þýddra og íslenskra skáldverka. Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Á dögunum var skáldsagan Vögguvísa eftir Elías Már endurútgefin, en hún kom fyrst út árið 1950. Ekki er víst að allir þekki bókina, sem jafnan er talin fyrsta Reykjavíkursagan, en gangi áætlanir eftir verður raunin önnur strax í haust. Vögguvísa verður í brennidepli á lestrarhátíð Reykjavíkur Bókmenntaborgar Unesco í október og verður slagorðið "ein borg, ein bók" í hávegum haft. Hugmyndin er að allir borgarbúar lesi Vögguvísu og umræðan um hana verði alltumlykjandi - á öllum skólastigum, í fjölmiðlum, á bókasöfnum, hvar sem er verði fólk að velta fyrir sér Vögguvísu. "Þegar þú ferð í klippingu áttu meira að segja að vera að tala um hana við manneskjuna sem situr við hliðina á þér," segir Svavar Steinarr Guðmundsson hjá bókaútgáfunni Lesstofunni, sem stendur fyrir endurútgáfunni. Vögguvísa er annað verkið sem kemur út á vegum Lesstofunnar og kemur í kjölfar Angantýs eftir Elínu Thorarensen. "Öfugt við flestar aðrar skáldsögur sem komu út í kringum 1950 er Vögguvísa ekki full af fortíðarþrá og stöðugt að miða borgina við sveitina. Sveitin er ekki til í hugmyndaheimi unglinganna í bókinni. Þarna nær Elías að fanga þessa nýju borg, sem er að verða til beint fyrir framan nefið á honum," segir Svavar, beðinn um að útskýra hvað geri söguna svo einstaka. Við skriftirnar fór Elías út á meðal unglinga, rannsakaði þeirra tungutak og bjó sér til safn yfir slangurorð og orðasambönd þeirra. Bókin er öll skrifuð á því tungutaki og er því einstök heimild um tjáningarmáta unglinga þessa tíma. Slangurorðasafnið er birt í heild sinni í endurútgáfu bókarinnar, en áður hefur einungis brot af því birst, í viðtalsbók Hjálmars Sveinssonar við Elías frá árinu 2007, Nýr penni í nýju lýðveldi. Svavar segir stórskemmtilegt að velta fyrir sér orðunum í safninu. "Mörg þessara orða lítum við ekki á sem slangur lengur, heldur sem góð og gild íslensk orð, svo sem orðið brandari. En svo er líka slangur þarna sem við þekkjum alls ekki í dag, og nokkur kjánaleg orð inn á milli." Vögguvísa er önnur bókin sem kemur út á vegum Lesstofunnar frá því hún var sett á stofn fyrir rúmu ári síðan. Að útgáfunni standa fimm fyrrverandi skólafélagar við Háskóla Íslands, sem vildu vinna að sameiginlegum áhugamáli sínu að námi loknu og láta að sér kveða í íslenskri bók menntaumræðu. Svavar segir megináherslu lagða á endurútgáfu mikilvægra verka í íslenskri bókmenntasögu, sem fyrir einhverjar sakir hafi týnst eða gleymst. Fleiri endurútgáfur séu væntanlegar frá útgáfunni, auk bæði nýrra þýddra og íslenskra skáldverka.
Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira