"Birtir til" við Hrútafjarðará: Loksins vatn og veiði Svavar Hávarðsson skrifar 12. ágúst 2012 20:01 Einn fyrsti laxinn sem tekinn var í Hrútu í sumar og rígvæn bleikja. Bleikjan hefur helst haldið mönnum við efnið í neðstu veiðistöðum það sem af er. Mynd/Svavar Með hressilegum rigningum uppi á Holtavörðuheiði hefur vatnabúskapurinn í Hrútafjarðará tekið miklum og jákvæðum breytingum. Áin hefur verið bókstaflega niðri í harða grjóti í allt sumar sem hefur sett verulegt strik í reikning veiðimanna. Í frétt á strengir.is segir að strax og rigndi breyttist allt í ánni og á laugardagsmorguninn komu þrír laxar á land úr Hólmahyl, sem er rétt fyrir ofan Dumbafljót neðst í ánni. Þá segir frá þeim gleðitíðindum að "eftir hádegi kom í ljós að mikið af laxi var komið upp í efstu staði bæði í Hrútu sjálfri og í Síká og settu menn í nokkra laxa þar, en náðu bara einum á land." Ennþá eru lausar stangir í tveggja daga holli 19. - 21. ágúst segir á heimasíðu Strengja og því ennþá möguleiki að tryggja sér veiðileyfi í Hrútafjarðará í sumar. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Hrannar Pétursson býður sig fram til stjórnar SVFR Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Minni áhyggjur af vatnsleysi í ánum Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðiferðirnar eru oft misjafnar Veiði 104 sm lax úr Laxá í Dölum Veiði Veiðin að lagast í Langá Veiði
Með hressilegum rigningum uppi á Holtavörðuheiði hefur vatnabúskapurinn í Hrútafjarðará tekið miklum og jákvæðum breytingum. Áin hefur verið bókstaflega niðri í harða grjóti í allt sumar sem hefur sett verulegt strik í reikning veiðimanna. Í frétt á strengir.is segir að strax og rigndi breyttist allt í ánni og á laugardagsmorguninn komu þrír laxar á land úr Hólmahyl, sem er rétt fyrir ofan Dumbafljót neðst í ánni. Þá segir frá þeim gleðitíðindum að "eftir hádegi kom í ljós að mikið af laxi var komið upp í efstu staði bæði í Hrútu sjálfri og í Síká og settu menn í nokkra laxa þar, en náðu bara einum á land." Ennþá eru lausar stangir í tveggja daga holli 19. - 21. ágúst segir á heimasíðu Strengja og því ennþá möguleiki að tryggja sér veiðileyfi í Hrútafjarðará í sumar. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði Hrannar Pétursson býður sig fram til stjórnar SVFR Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Minni áhyggjur af vatnsleysi í ánum Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðiferðirnar eru oft misjafnar Veiði 104 sm lax úr Laxá í Dölum Veiði Veiðin að lagast í Langá Veiði