Vilja hlífa tveggja ára fiski en drepa urriðann 16. ágúst 2012 14:24 Fnjóskárbrúin hjá Skógum. Mynd / Sunna Valgerðardóttir Forsvarsmenn Stangaveiðifélagsins Flúða biðla til veiðimanna í Fnjóská að hlífa tveggja ára fiski og smáhrygnum en drepa urriða. Þetta kemur fram á vef félagsins. "Laxveiði í Fnjóská hefur ekki staðið undir væntingum nú í sumar en það sama má segja um flestar aðrar laxveiðiár sem við höfum frétt af," segir á vef Stangaveiðifélagsins. "Smálaxinn hefur ekki látið sjá sig í neinu magni og gerir það veiðina rólega - en það er alltaf kropp og nokkur skot inn á milli hér og þar." Vegna þessarar löku veiði fer félagið fram á það við veiðimenn í Fnjóská að þeir setji tveggja ár fisk í klakkistur eða sleppi honum sé ekki mögulegt að koma honum í kistu. Einnig er farið fram á að smáhrygnum verði sleppt eða þær settar í klakkistur eins og tveggja ára fiskurinn. "Við fórum yfir veiðibækurnar í dag og þá voru skráðir 196 laxar en vitað að eftir er að skrá einhverja frá síðustu 2 hollum sem voru að veiða. Af laxasvæðum eru komnir rúmlega 240 silungar í bók og rúmlega 100 af silungasvæðinu við Illugastaði," segir á vef félagsins. "Stórurriði veiddist í Vatnsleysuhyl sunnudaginn 7. ágúst og vigtaði hann nákvæmlega 3,92 kg og var 72cm á lengd. Sá var stútfullur af laxaseiðum. Með urriðann, þá gilda önnur sjónarmið því við viljum ekki hleypa honum meira inn í vatnakerfið en þegar er. Hann er í örum vexti í ánni og hefur mikið veiðst af honum í sumar og því æskilegt að öllum urriða sem veiðist sé lógað áður en hann nær þeirri stærð að fara að hafa mikil áhrif á seiðabúskap lax og bleikju."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði
Forsvarsmenn Stangaveiðifélagsins Flúða biðla til veiðimanna í Fnjóská að hlífa tveggja ára fiski og smáhrygnum en drepa urriða. Þetta kemur fram á vef félagsins. "Laxveiði í Fnjóská hefur ekki staðið undir væntingum nú í sumar en það sama má segja um flestar aðrar laxveiðiár sem við höfum frétt af," segir á vef Stangaveiðifélagsins. "Smálaxinn hefur ekki látið sjá sig í neinu magni og gerir það veiðina rólega - en það er alltaf kropp og nokkur skot inn á milli hér og þar." Vegna þessarar löku veiði fer félagið fram á það við veiðimenn í Fnjóská að þeir setji tveggja ár fisk í klakkistur eða sleppi honum sé ekki mögulegt að koma honum í kistu. Einnig er farið fram á að smáhrygnum verði sleppt eða þær settar í klakkistur eins og tveggja ára fiskurinn. "Við fórum yfir veiðibækurnar í dag og þá voru skráðir 196 laxar en vitað að eftir er að skrá einhverja frá síðustu 2 hollum sem voru að veiða. Af laxasvæðum eru komnir rúmlega 240 silungar í bók og rúmlega 100 af silungasvæðinu við Illugastaði," segir á vef félagsins. "Stórurriði veiddist í Vatnsleysuhyl sunnudaginn 7. ágúst og vigtaði hann nákvæmlega 3,92 kg og var 72cm á lengd. Sá var stútfullur af laxaseiðum. Með urriðann, þá gilda önnur sjónarmið því við viljum ekki hleypa honum meira inn í vatnakerfið en þegar er. Hann er í örum vexti í ánni og hefur mikið veiðst af honum í sumar og því æskilegt að öllum urriða sem veiðist sé lógað áður en hann nær þeirri stærð að fara að hafa mikil áhrif á seiðabúskap lax og bleikju."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði