Tevez var kylfusveinn fyrir Andres Romero á opna breska Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júlí 2012 14:30 Tevez og Romero á vellinum í dag. Mynd. / Getty Images. Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, nýtur þess að vera í fríi frá knattspyrnu og tók uppá því að vera kylfusveinn fyrir landa sinn Andres Romero á Opna breska meistaramótinu í golfi um helgina. Það er ekki hægt að segja að Tevez hafi haft góð áhrif á Romero sem lauk lokahringnum á 77 höggum og er sem stendur neðsta sæti mótsins. Romero vildi samt ekki meina að spilamennskan væri Tevez að kenna, en þeir félagarnir fengu mikla athygli í dag. „Ég hafði gaman af þessu," sagði Tevez eftir hringinn. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki neitað, að ganga á þessum fallega velli í kringum alla þessa golfara var frábært. Þetta var mitt fyrsta stórmót," sagði Tevez og hló. „Mér fannst erfitt að halda á pokanum, hann var frekar þungur. Ég gat ekki gefið Romero neinar ráðleggingar en ég náði að styðja hann á andlega sviðinu, það gekk greinilega ekki vel." „Ég er ekki að fara leggja knattspyrnuskóna á hilluna og snúa mér að golfi, pokinn var alltof þungur og buxurnar vel þröngar." Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, nýtur þess að vera í fríi frá knattspyrnu og tók uppá því að vera kylfusveinn fyrir landa sinn Andres Romero á Opna breska meistaramótinu í golfi um helgina. Það er ekki hægt að segja að Tevez hafi haft góð áhrif á Romero sem lauk lokahringnum á 77 höggum og er sem stendur neðsta sæti mótsins. Romero vildi samt ekki meina að spilamennskan væri Tevez að kenna, en þeir félagarnir fengu mikla athygli í dag. „Ég hafði gaman af þessu," sagði Tevez eftir hringinn. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki neitað, að ganga á þessum fallega velli í kringum alla þessa golfara var frábært. Þetta var mitt fyrsta stórmót," sagði Tevez og hló. „Mér fannst erfitt að halda á pokanum, hann var frekar þungur. Ég gat ekki gefið Romero neinar ráðleggingar en ég náði að styðja hann á andlega sviðinu, það gekk greinilega ekki vel." „Ég er ekki að fara leggja knattspyrnuskóna á hilluna og snúa mér að golfi, pokinn var alltof þungur og buxurnar vel þröngar."
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira