Kynjaleiðrétting var nauðsyn en ekki val hjá Hrafnhildi Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júlí 2012 14:26 „Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn," segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur - heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Í heimildarmyndinni ,,Hrafnhildur" er fylgst með kynleiðréttingarferli Hrafnhildar. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 7.ágúst og er liður í dagskrá „Hinsegin Daga". Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona sem hefur haft veg og vanda að gerð myndarinnar, er spennt fyrir því að upplifa frumsýninguna. „Þetta er búið að vera svo langur tími. Við byrjuðum að undirbúa hana fyrir fimm árum og byrjuðum svo í upptökum fyrir fjórum árum. Þannig að þetta er búið að hvíla á herðum manns í svolítið langan tíma," segir Ragnhildur Steinunn. Það verði því rosalega gaman að sjá árangurinn. „Ég er búin að læra rosalega mikið. Þrátt fyrir að vera búin að vinna í sjónvarpi í fjölmörg ár, þá er þetta örugglega eitt það lærdómsríkasta," segir Ragnhildur Steinunn. „Það helsta sem ég hef lært er það að búa til heimildarmynd er tómt vesen. Það er bara þannig," bætir hún við og hlær. Ragnhildur Steinunn segir vel við hæfi að sýna myndina núna. „Það er núna mánuður frá því að transfólk fékk réttindi sín staðfest," segir hún og vísar þar í þingmál sem Alþingi samþykkti rétt fyrir sumarhlé. Hún bendir á að transfólk hafi að undanförnu háð mikla baráttu sem samkynhneigðir hafi þegar lagt að baki. „Og það er svolítið gaman að ég held að transfólk verði meira áberandi núna á Hinsegin dögum," segir Ragnhildur Steinunn og bendir á að myndin verður sýnd í tengslum við Hinsegin daga. Transfólk sé að verða aðeins meira áberandi. „Og þá vonandi hjálpar það fólki að skilja stöðu þeirra aðeins betur," segir Ragnhildur Steinunn. Smelltu annað hvort hér eða á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá stiklu úr myndinni. Hinsegin Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
„Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn," segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur - heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Í heimildarmyndinni ,,Hrafnhildur" er fylgst með kynleiðréttingarferli Hrafnhildar. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 7.ágúst og er liður í dagskrá „Hinsegin Daga". Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona sem hefur haft veg og vanda að gerð myndarinnar, er spennt fyrir því að upplifa frumsýninguna. „Þetta er búið að vera svo langur tími. Við byrjuðum að undirbúa hana fyrir fimm árum og byrjuðum svo í upptökum fyrir fjórum árum. Þannig að þetta er búið að hvíla á herðum manns í svolítið langan tíma," segir Ragnhildur Steinunn. Það verði því rosalega gaman að sjá árangurinn. „Ég er búin að læra rosalega mikið. Þrátt fyrir að vera búin að vinna í sjónvarpi í fjölmörg ár, þá er þetta örugglega eitt það lærdómsríkasta," segir Ragnhildur Steinunn. „Það helsta sem ég hef lært er það að búa til heimildarmynd er tómt vesen. Það er bara þannig," bætir hún við og hlær. Ragnhildur Steinunn segir vel við hæfi að sýna myndina núna. „Það er núna mánuður frá því að transfólk fékk réttindi sín staðfest," segir hún og vísar þar í þingmál sem Alþingi samþykkti rétt fyrir sumarhlé. Hún bendir á að transfólk hafi að undanförnu háð mikla baráttu sem samkynhneigðir hafi þegar lagt að baki. „Og það er svolítið gaman að ég held að transfólk verði meira áberandi núna á Hinsegin dögum," segir Ragnhildur Steinunn og bendir á að myndin verður sýnd í tengslum við Hinsegin daga. Transfólk sé að verða aðeins meira áberandi. „Og þá vonandi hjálpar það fólki að skilja stöðu þeirra aðeins betur," segir Ragnhildur Steinunn. Smelltu annað hvort hér eða á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá stiklu úr myndinni.
Hinsegin Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira