Minnkandi veiði í Elliðaánum Trausti Hafliðason skrifar 27. júlí 2012 06:00 Hér er veiðimaður að kljást við lax á Breiðunni í Elliðaám. Mynd / GVA Veiðin í Elliðáánum hefur dalað mikið undanfarna daga. Gærdagurinn var sá lakasti síðan veiði á ánum hófst fyrir rúmum mánuði síðan. Á morgunvaktinni í gær var fimm löxum landað en eftir hádegi kom aðeins einn lax á land. Heildarveiðin stóð því í 626 löxum í gærkvöldi. Þorsteinn Húnbogason veiðivörður segir að augljós breyting hafi orðið fyrir rúmri viku. Færri laxar séu að ganga upp árnar og veiðin minnkað í samræmi við það. Undanfarna daga segist hann hafa skráð tölvurt af legnum laxi og minna af nýgengnum. Þetta er í fullu samræmi við það sem kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þar segir: "Lengi vel voru veiðitölur hærri en fyrir ári síðan en síðan hefur dregið verulega úr. Fyrir einni og hálfri viku var gangan í gegnum teljarann á svipuðum nótum og fyrir ári síðan. Hins vegar virðist seinna stórstreymið í Elliðaánum ekki hafa skilað laxagöngum sem skildi og dregið hefur á milli göngunnar samanborið við fyrra ár - og það verulega. Í fyrrasumar var gangan á þessum degi rúmlega 1.500 laxar. Hins vegar er gangan nú aðeins um 920 laxar og því er um þriðjungs munur á milli ára. Þetta er mikil breyting á milli ára og ljóst að síðustu tíu dagar hafa ekki skilað þeim göngum sem vonast var eftir. Eins er að skilja á milli í veiðitölum, því lengi vel var yfirstandandi tímabil aflahærra í samanburði við fyrrasumar, en nú virðist sem leiðir séu að skilja. Ekki er þó loku fyrir það skotið að eitthvað geti gerst enn, en næsti straumur er þann 3. ágúst. Hins vegar verður að segjast eins og er að þær veðrabreytingar sem urðu ofan í stórstrauminn um helgina hefðu átt að skila meiru ef von væri á frekari göngum." trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið "Pabbi er minn uppáhalds veiðifélagi" Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Kropp í kuldanum við Þingvallavatn Veiði Níu laxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Ágætis byrjun í Varmá Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði
Veiðin í Elliðáánum hefur dalað mikið undanfarna daga. Gærdagurinn var sá lakasti síðan veiði á ánum hófst fyrir rúmum mánuði síðan. Á morgunvaktinni í gær var fimm löxum landað en eftir hádegi kom aðeins einn lax á land. Heildarveiðin stóð því í 626 löxum í gærkvöldi. Þorsteinn Húnbogason veiðivörður segir að augljós breyting hafi orðið fyrir rúmri viku. Færri laxar séu að ganga upp árnar og veiðin minnkað í samræmi við það. Undanfarna daga segist hann hafa skráð tölvurt af legnum laxi og minna af nýgengnum. Þetta er í fullu samræmi við það sem kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þar segir: "Lengi vel voru veiðitölur hærri en fyrir ári síðan en síðan hefur dregið verulega úr. Fyrir einni og hálfri viku var gangan í gegnum teljarann á svipuðum nótum og fyrir ári síðan. Hins vegar virðist seinna stórstreymið í Elliðaánum ekki hafa skilað laxagöngum sem skildi og dregið hefur á milli göngunnar samanborið við fyrra ár - og það verulega. Í fyrrasumar var gangan á þessum degi rúmlega 1.500 laxar. Hins vegar er gangan nú aðeins um 920 laxar og því er um þriðjungs munur á milli ára. Þetta er mikil breyting á milli ára og ljóst að síðustu tíu dagar hafa ekki skilað þeim göngum sem vonast var eftir. Eins er að skilja á milli í veiðitölum, því lengi vel var yfirstandandi tímabil aflahærra í samanburði við fyrrasumar, en nú virðist sem leiðir séu að skilja. Ekki er þó loku fyrir það skotið að eitthvað geti gerst enn, en næsti straumur er þann 3. ágúst. Hins vegar verður að segjast eins og er að þær veðrabreytingar sem urðu ofan í stórstrauminn um helgina hefðu átt að skila meiru ef von væri á frekari göngum." trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið "Pabbi er minn uppáhalds veiðifélagi" Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Kropp í kuldanum við Þingvallavatn Veiði Níu laxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Ágætis byrjun í Varmá Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði