Golf

Haraldur Franklín: Fór í fisk til ömmu í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús úr GR .
Haraldur Franklín Magnús úr GR . Mynd/Seth
Haraldur Franklín Magnús úr GR átti frábæran dag á Íslandsmótinu í höggleik á Hellu en hann fékk tvo erni og fimm fugla og lék hringinn á sex höggum undir pari. Haraldur Magnús er jafn Rúnari Arnórssyni í efsta sæti fyrir lokadaginn. Haraldur var í viðtali hjá Sigurði Elvari Þórólfssyni í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá mótinu.

„Ég er mjög sáttur með hringinn og sérstaklega að ná þessu fyrir lokadaginn. Ég var alveg brjálaður eftir annan hringinn í gær," sagði Haraldur Franklín sem lék þá á fjórum höggum yfir pari. En hvað breyttist milli daga?

„Ég breytti engu en fór heim til ömmu í gær og fékk mér að borða í gær. Það hefur skilað sér," sagði Haraldur Franklín sem fékk fisk hjá ömmu sinni. En fer hann aftur í kvöld?

„Nei við verðum upp í bústað og ætlum að grilla eitthvað," sagði Haraldur Franklín en hvernig leggst lokadagurinn í hann?

„Þetta vinnst á morgun og það sem maður lagði upp var að koma sér í góða stöðu fyrir lokadaginn. Það var eina leiðin til að vinna þetta," sagði Haraldur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×