Golf

Anna Sólveig vann umspilið á móti Tinnu og tók 2. sætið hjá konunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anna Sólveig Snorradóttir.
Anna Sólveig Snorradóttir. Mynd/GSÍmyndir.net
Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili endaði í öðru sæti í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu eftir sigur á Tinnu Jóhannsdóttur í umspili um annað sætið en báðar léku þær holurnar 72 á 14 höggum yfir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir lék á einu höggi betur og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn fyrr í dag.

Anna Sólveig, sem er aðeins 17 ára gömul, er að slá í gegn á sínu fyrsta ári í meistaraflokknum því hún endaði einnig í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni fyrr í sumar.

Keilir átti annars þrjár konur meðal fjögurra efstu á mótinu því auk Önnu Sólveigar og Tinnu þá varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×