Haraldur Franklín Íslandsmeistari í golfi 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2012 18:15 Haraldur Franklín. Mynd/GSÍmyndir.net Haraldur Franklín Magnús úr GR er nýr Íslandsmeistari í golfi en hann hafði betur í hörkukeppni við Rúnar Arnórsson úr Keili á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Haraldur Franklín lék holurnar 72 á sjö höggum undir pari og lék á einu höggi betur en Rúnar. Haraldur Franklín er tvöfaldur Íslandsmeistari í ár því hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni fyrr í sumar. Hann var þarna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Haraldur Franklín gerði engin mistök á lokadeginum því hann tapaði ekki höggi á hringum og tveir fuglar, á 3. og 16. holu, skiluðu honum sigrinum. Haraldur Franklín lék hringinn á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari. Rúnar Arnórsson lék lokadaginn á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Þórður Rafn Gissurarson úr GR tryggði sér örugglega þriðja sætið því hann lék lokadaginn á einu höggi undir pari og því samtals á fjórum höggi undir pari. Keppnin í dag var mjög spennandi en enginn kylfingur ógnaði þó köppunum þremur í lokahollinu. Rúnar Arnórsson tapaði höggu strax á annarri holu og missti forystuna tímabundið til Haraldar Franklín en Rúnar svaraði því með því að ná tveimur fuglum á næstu þremur holum. Þeir félagar voru síðan jafnir á holum fimm til tólf. Rúnar fékk fugl á þrettándu holunni og var í framhaldinu með eitt högg í forskot en allt snérist þetta síðan á sextándu holunni. Haraldur Franklín fékk fugl á henni og komst sjö höggum undir samanlagt en á sama tíma tapaði Rúnar höggi og var vþí kominn sex höggum undir par.Lokastaðan hjá körlunum: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -7 2. Rúnar Arnórsson, GK -6 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -4 4. Andri Þór Björnsson, GR +1 5. Ólafur Björn Loftsson, NK +2 5. Kristinn Óskarsson, GS +2 7. Axel Bóasson, GK +3 7. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG +3 9. Andri Már Óskarsson, GHR +4 10. Sigmundur Einar Másson, GKG +5 Golf Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús úr GR er nýr Íslandsmeistari í golfi en hann hafði betur í hörkukeppni við Rúnar Arnórsson úr Keili á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Haraldur Franklín lék holurnar 72 á sjö höggum undir pari og lék á einu höggi betur en Rúnar. Haraldur Franklín er tvöfaldur Íslandsmeistari í ár því hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni fyrr í sumar. Hann var þarna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Haraldur Franklín gerði engin mistök á lokadeginum því hann tapaði ekki höggi á hringum og tveir fuglar, á 3. og 16. holu, skiluðu honum sigrinum. Haraldur Franklín lék hringinn á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari. Rúnar Arnórsson lék lokadaginn á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Þórður Rafn Gissurarson úr GR tryggði sér örugglega þriðja sætið því hann lék lokadaginn á einu höggi undir pari og því samtals á fjórum höggi undir pari. Keppnin í dag var mjög spennandi en enginn kylfingur ógnaði þó köppunum þremur í lokahollinu. Rúnar Arnórsson tapaði höggu strax á annarri holu og missti forystuna tímabundið til Haraldar Franklín en Rúnar svaraði því með því að ná tveimur fuglum á næstu þremur holum. Þeir félagar voru síðan jafnir á holum fimm til tólf. Rúnar fékk fugl á þrettándu holunni og var í framhaldinu með eitt högg í forskot en allt snérist þetta síðan á sextándu holunni. Haraldur Franklín fékk fugl á henni og komst sjö höggum undir samanlagt en á sama tíma tapaði Rúnar höggi og var vþí kominn sex höggum undir par.Lokastaðan hjá körlunum: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -7 2. Rúnar Arnórsson, GK -6 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -4 4. Andri Þór Björnsson, GR +1 5. Ólafur Björn Loftsson, NK +2 5. Kristinn Óskarsson, GS +2 7. Axel Bóasson, GK +3 7. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG +3 9. Andri Már Óskarsson, GHR +4 10. Sigmundur Einar Másson, GKG +5
Golf Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira