Golf

Þúsundkallar í vasa Stefáns og Þórðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Golfsamband Íslands
Atvinnukylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson, báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hafa lokið keppni á Bayreuth Open mótinu í Þýskalandi. Mótið er hluti af EPD mótaröðinni.

Stefán Már og Þórður Rafn komust báðir í gegnum niðurskurðinn í gær og spiluðu ágætlega í dag. Stefán Már lék á 70 höggum eða tveimur undir pari og endaði á þremur undri pari samanlagt.

Það skilaði honum í 16. sæti og rúmlega 80 þúsund krónum í verðlaunafé.

Þórður Rafn spilaði á 71 höggi, einu undir pari og endaði á pari samanlagt. Það skilaði honum í 27. sæti og varð hann rúmlega 60 þúsund krónum ríkari.

Þjóðverjinn og áhugakylfingurinn Mortiz Lampert hafði sigur á mótinu á 15 höggum undir pari samanlagt. Upplýsingar af Kylfingur.is.


Tengdar fréttir

Stefán Már og Þórður Rafn í gegnum niðurskurðinn

Atvinnukylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson, báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, komust í gegnum niðurskurðinn á Bayreuth Open mótinu í Þýskalandi en mótið er hluti af EPD mótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×