Náði 101 sentímetra hæng á fimmuna 16. júlí 2012 11:24 Nýrunninn stórlax sem þessi gæti vel rifið vigt í 22 pundin. Mynd/Jóhann Hafnfjörð Glæsilegur 101 sentímetra hængur veiddist í Efri Gapastokk í Víðidalsá á fyrri vaktinni á laugardaginn. Það var Jóhann Hafnfjörð sem náði þessum fallega fiski á fluguna Green Braham nr. 14 og notaði hann léttan búnað eða stöng fyrir línu 5. Þetta er annar laxinn úr Víðidalsá í sumar sem rífur 20 punda múrinn en það er óhætt að fullyrða að hængurinn hans Jóhanns vigtar ekki minna en 21 pund, samkvæmt töflu Veiðimálastofnunar um samband þyndar og lengdar á laxi. Upplýsingar frá Lax-á greina frá því að það tók Jóhann um 15 mínútur að landa laxinum sem stökk ítrekað áður en honum var landað. Talsvert er af nýjum fiski að ganga í Víðidalsá og voru veiðimenn að setja í þónokkuð af fiski um helgina. Vatnsleysi setur þó mark sitt á veiði í Víðidalnum eins og annars staðar. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði
Glæsilegur 101 sentímetra hængur veiddist í Efri Gapastokk í Víðidalsá á fyrri vaktinni á laugardaginn. Það var Jóhann Hafnfjörð sem náði þessum fallega fiski á fluguna Green Braham nr. 14 og notaði hann léttan búnað eða stöng fyrir línu 5. Þetta er annar laxinn úr Víðidalsá í sumar sem rífur 20 punda múrinn en það er óhætt að fullyrða að hængurinn hans Jóhanns vigtar ekki minna en 21 pund, samkvæmt töflu Veiðimálastofnunar um samband þyndar og lengdar á laxi. Upplýsingar frá Lax-á greina frá því að það tók Jóhann um 15 mínútur að landa laxinum sem stökk ítrekað áður en honum var landað. Talsvert er af nýjum fiski að ganga í Víðidalsá og voru veiðimenn að setja í þónokkuð af fiski um helgina. Vatnsleysi setur þó mark sitt á veiði í Víðidalnum eins og annars staðar. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði