15 laxar á tvær stangir í Leirvogsá 3. júlí 2012 13:16 Á bökkum Leirvogsár. Mynd / GVA Þrátt fyrir að aðeins sé veitt á tvær stangir í Leirvogsá komu 15 laxar á land þegar áin var opnuð í fyrradag. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er fullyrt að þetta sé næst besta byrjun sem lestu menn muni eftir. Stærsti fiskurinn vó 10 pund og veiddist hann í Helguhyl. Flestir laxanna veiddust þó í Brúarhyl en samkvæmt vef SVFR er fiskur víða í ánni. Veiðin í Leirvogsá var dræm á síðasta ári en þá veiddust 383 laxar og 55 sjóbirtingar sem er langt undir meðaltali síðustu fjögurra ára sem er yfir 700 laxar. Metveiði var í Leirvogsá sumarið 2008 þegar 1.191 laxar veiddust. Leirvogsá rennur úr Leirvogsvatni í Leiruvog í Faxaflóa. Áin er um það bil 12 kílómetra löng.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Norðurá Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði
Þrátt fyrir að aðeins sé veitt á tvær stangir í Leirvogsá komu 15 laxar á land þegar áin var opnuð í fyrradag. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er fullyrt að þetta sé næst besta byrjun sem lestu menn muni eftir. Stærsti fiskurinn vó 10 pund og veiddist hann í Helguhyl. Flestir laxanna veiddust þó í Brúarhyl en samkvæmt vef SVFR er fiskur víða í ánni. Veiðin í Leirvogsá var dræm á síðasta ári en þá veiddust 383 laxar og 55 sjóbirtingar sem er langt undir meðaltali síðustu fjögurra ára sem er yfir 700 laxar. Metveiði var í Leirvogsá sumarið 2008 þegar 1.191 laxar veiddust. Leirvogsá rennur úr Leirvogsvatni í Leiruvog í Faxaflóa. Áin er um það bil 12 kílómetra löng.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Norðurá Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði