100 sentímetra lax í Breiðdalsá Trausti Hafliðason skrifar 8. júlí 2012 08:00 Sam Porter veiðimaður og Borgar Antonsson leiðsögumaður með 100 sentímetra hæng sem veiddist í Réttarhyl á appelsínugula Kröflu-túpu. Mynd / Strengir Stórlax veiddist í Breiðdalsá í fyrradag. Þetta var nýrunninn hængur sem mældist 100 sentímetrar og vó 11 kíló. Þessi lax ásamt öðrum jafn löngum, sem veiddist í Víðidalsá fyrir helgi, eru þeir stærstu sem komið hafa á land það sem af er sumri, samkvæmt heimildum Veiðivísis. Það var breskur veiðimaður, Sam Porter, sem veiddi stórlaxinn í Breiðdalsá. Laxinn tók appelsínugula Kröflu-túpu í Réttarhyl. Bretanum til halds og trausts var leiðsögumaðurinn Borgar Antonsson, eða Boggi Tona eins og hann er oft nefndur, en Borgar hafði nokkrum dögum áður sjálfur veitt 10 kílóa stórlax í ánni. Í samtali við Veiðivísi í gærkvöldi sagðist Þröstur Elliðason nokkuð sáttur við veiðina í Breiðdalsá það sem af er, en hún hófst 1. júlí. "Ætli það hafi ekki veiðst svona 36 til 37 laxar það sem af er," sagði Þröstur. "Þetta er ágætis byrjun en það sem vekur mesta athygli er að þetta er meira og minna allt stórlax, ég held það hafi bara veiðst þrír smálaxar og það sem meira er þetta er vænn stórlax." Metveiði var í Breiðdalsá í fyrra en þá veiddust 1.430 laxar í ánni. Árið 2003 veiddust 202 laxar en síðan þá hafa veiðst á bilinu 700 til 1.430 laxar árlega. Tvisvar hefur áin farið yfir þúsund laxa. Í fyrra, eins og áður sagði, og árið 2010 en þá veiddust 1.178 laxar.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði
Stórlax veiddist í Breiðdalsá í fyrradag. Þetta var nýrunninn hængur sem mældist 100 sentímetrar og vó 11 kíló. Þessi lax ásamt öðrum jafn löngum, sem veiddist í Víðidalsá fyrir helgi, eru þeir stærstu sem komið hafa á land það sem af er sumri, samkvæmt heimildum Veiðivísis. Það var breskur veiðimaður, Sam Porter, sem veiddi stórlaxinn í Breiðdalsá. Laxinn tók appelsínugula Kröflu-túpu í Réttarhyl. Bretanum til halds og trausts var leiðsögumaðurinn Borgar Antonsson, eða Boggi Tona eins og hann er oft nefndur, en Borgar hafði nokkrum dögum áður sjálfur veitt 10 kílóa stórlax í ánni. Í samtali við Veiðivísi í gærkvöldi sagðist Þröstur Elliðason nokkuð sáttur við veiðina í Breiðdalsá það sem af er, en hún hófst 1. júlí. "Ætli það hafi ekki veiðst svona 36 til 37 laxar það sem af er," sagði Þröstur. "Þetta er ágætis byrjun en það sem vekur mesta athygli er að þetta er meira og minna allt stórlax, ég held það hafi bara veiðst þrír smálaxar og það sem meira er þetta er vænn stórlax." Metveiði var í Breiðdalsá í fyrra en þá veiddust 1.430 laxar í ánni. Árið 2003 veiddust 202 laxar en síðan þá hafa veiðst á bilinu 700 til 1.430 laxar árlega. Tvisvar hefur áin farið yfir þúsund laxa. Í fyrra, eins og áður sagði, og árið 2010 en þá veiddust 1.178 laxar.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði