11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár 22. júní 2012 19:41 Fossinn gaf báða laxana fyrsta daginn en sólarglenna og hiti hamlar veiðum. Mynd/Lax-a.is Hvannadalsá opnaði í gær, 21. Júní. Tveir laxar komu land ásamt einum sjóbirting en laxarnir voru 11 og 12 pund og komu báðir úr Djúpfossi á maðk. Fleiri laxar sáust í fossinum og einnig í Réttarfljóti. Það má segja að veðrið hafi ekki verið að hjálpa til en 18 stiga hiti og glambandi sól hefur verið á svæðinu síðastliðna tvo daga. Af Langadalsá er það að frétta að enn hefur ekki lax verið landað en veiðimenn hafa séð laxa í ánni. Á sunnudaginn verður opnun í Ytri Rangá. Eru menn afar spenntir fyrir sunnudeginum enda ekki fleiri laxar gegnir upp teljarann í Árbæjarfossi frá því elstu menn muna. Á miðvikudag voru 19 laxar gegnir upp og má búast við að fleiri hafi farið stigan síðan þá. Í öðrum fréttum má segja frá því að fyrstu dagurinn í Langá á Mýrum gaf 30 laxa og fiskur um allt, að sögn. Korpan gaf sex laxa opnunardaginn. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði
Hvannadalsá opnaði í gær, 21. Júní. Tveir laxar komu land ásamt einum sjóbirting en laxarnir voru 11 og 12 pund og komu báðir úr Djúpfossi á maðk. Fleiri laxar sáust í fossinum og einnig í Réttarfljóti. Það má segja að veðrið hafi ekki verið að hjálpa til en 18 stiga hiti og glambandi sól hefur verið á svæðinu síðastliðna tvo daga. Af Langadalsá er það að frétta að enn hefur ekki lax verið landað en veiðimenn hafa séð laxa í ánni. Á sunnudaginn verður opnun í Ytri Rangá. Eru menn afar spenntir fyrir sunnudeginum enda ekki fleiri laxar gegnir upp teljarann í Árbæjarfossi frá því elstu menn muna. Á miðvikudag voru 19 laxar gegnir upp og má búast við að fleiri hafi farið stigan síðan þá. Í öðrum fréttum má segja frá því að fyrstu dagurinn í Langá á Mýrum gaf 30 laxa og fiskur um allt, að sögn. Korpan gaf sex laxa opnunardaginn. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði