Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. júní 2012 08:15 Steinbogi er myndaður af miklu grjóti sem gerir kelift að ganga þurrum fötum yfir Jöklu en hindrar jafnframt göngu laxfiska. Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs hefur frestað afgreiðslu erindis um breytingar á áður samþykktum fiskistiga við svokallaðan Steinboga í Jökulsá á Dal. Stiginn á að opna laxfiskum tugkílómetra leið á efri hluta Jöklu. Veiðifélagið vill nú lengja stigann um 20 metra og gera breytingar til að minnka notkun steypu. Skipulags- og mannvirkjanefnd hyggst fá umsagnir frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Fiskistofu og umhverfis- og héraðsnefnd auk þess að kynna almenningi framkvæmdina áður en breytingarbeiðnin er afgreidd. Í tölvupósti frá Arnari Ingólfssyni til Skipulagsstofnunar segir að framkvæmdin við laxastigann sé ótímabær og þess óskað að hún sé stöðvuð. Mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs segir að í tölvupósti Arnars, sem borist hafi víða, felist ásökun um að skipulags- og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins starfi fyrir framkvæmdaraðilann. Þessu hafnar nefndin afarið. Þá óskaði Skipulagsstofnun eftir upplýsingum frá sveitarstjórninni um það hvort framkvæmdirnar sem þegar eru hafnar við Steinboga séu í samræmi við samþykkt og útgefið framkvæmdaleyfi. Mannvirkjanefndin segir framkvæmdinar í fullu samræmi við framkvæmdaleyfi sem gefið var út í desember í fyrra og sé í gildi. "Nefndin bendir á að með fyrirhugaðri breytingu er verið að auka líkur á að framkvæmdin skili þeim árangri sem henni er ætlað. Einnig að stefnt er á að nota enga steypu við gerð fiskvegar en ekki hægt að útiloka það," segir mannvirkjanefndin. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ferjukotseyrar: Ódýr laxveiði og gott laxveiði- og sögusafn Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði
Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs hefur frestað afgreiðslu erindis um breytingar á áður samþykktum fiskistiga við svokallaðan Steinboga í Jökulsá á Dal. Stiginn á að opna laxfiskum tugkílómetra leið á efri hluta Jöklu. Veiðifélagið vill nú lengja stigann um 20 metra og gera breytingar til að minnka notkun steypu. Skipulags- og mannvirkjanefnd hyggst fá umsagnir frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Fiskistofu og umhverfis- og héraðsnefnd auk þess að kynna almenningi framkvæmdina áður en breytingarbeiðnin er afgreidd. Í tölvupósti frá Arnari Ingólfssyni til Skipulagsstofnunar segir að framkvæmdin við laxastigann sé ótímabær og þess óskað að hún sé stöðvuð. Mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs segir að í tölvupósti Arnars, sem borist hafi víða, felist ásökun um að skipulags- og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins starfi fyrir framkvæmdaraðilann. Þessu hafnar nefndin afarið. Þá óskaði Skipulagsstofnun eftir upplýsingum frá sveitarstjórninni um það hvort framkvæmdirnar sem þegar eru hafnar við Steinboga séu í samræmi við samþykkt og útgefið framkvæmdaleyfi. Mannvirkjanefndin segir framkvæmdinar í fullu samræmi við framkvæmdaleyfi sem gefið var út í desember í fyrra og sé í gildi. "Nefndin bendir á að með fyrirhugaðri breytingu er verið að auka líkur á að framkvæmdin skili þeim árangri sem henni er ætlað. Einnig að stefnt er á að nota enga steypu við gerð fiskvegar en ekki hægt að útiloka það," segir mannvirkjanefndin.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ferjukotseyrar: Ódýr laxveiði og gott laxveiði- og sögusafn Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði