Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land 27. júní 2012 02:02 Þetta lýsir stemningunni við Ytri-Rangá vel þessa fyrstu daga veiðitímans. Mynd/Lax-a.is Fjörið heldur áfram í Ytri-Rangá. Alls komu upp 16 fiskar annan daginn sem veitt er í ánni í sumar, 8 laxar og 8 sjóbirtingar, en stærsti laxinn var 11 pund. Veiðin er á næstum öllum svæðum en eina svæðið sem gaf ekki í gær var svæði 7 en 14 stangir eru við veiðar í ánni. Þó allt agn sé leyfilegt í Ytri Rangá til 10. júlí veiðist best á flugu þessa fyrstu tvo daga tímabilsins. Eins og Veiðivísir sagði frá komu 18 laxar á land opnunardaginn og meirihlutinn vænn tveggja ára lax, sá stærsti 89 sentímetrar. Allir laxarnir fengust á flugu nema einn sem fékkst á spún. Er þetta besti opnunardagur í Ytri Rangá sem menn muna eftir. Niðurstaðan eftir tvo daga er því 26 laxar og vænn sjóbirtingur kryddar veiðina. Lax-á á ennþá eitthvað af lausum stöngum fyrir næstu daga. Fyrir frekari upplýsingar um lausar stangir er hægt að leita á agn.is eða á skrifstofu Lax-ár í síma 531-6100. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði
Fjörið heldur áfram í Ytri-Rangá. Alls komu upp 16 fiskar annan daginn sem veitt er í ánni í sumar, 8 laxar og 8 sjóbirtingar, en stærsti laxinn var 11 pund. Veiðin er á næstum öllum svæðum en eina svæðið sem gaf ekki í gær var svæði 7 en 14 stangir eru við veiðar í ánni. Þó allt agn sé leyfilegt í Ytri Rangá til 10. júlí veiðist best á flugu þessa fyrstu tvo daga tímabilsins. Eins og Veiðivísir sagði frá komu 18 laxar á land opnunardaginn og meirihlutinn vænn tveggja ára lax, sá stærsti 89 sentímetrar. Allir laxarnir fengust á flugu nema einn sem fékkst á spún. Er þetta besti opnunardagur í Ytri Rangá sem menn muna eftir. Niðurstaðan eftir tvo daga er því 26 laxar og vænn sjóbirtingur kryddar veiðina. Lax-á á ennþá eitthvað af lausum stöngum fyrir næstu daga. Fyrir frekari upplýsingar um lausar stangir er hægt að leita á agn.is eða á skrifstofu Lax-ár í síma 531-6100. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði