Gafst upp á bleikjunni og veiddi spúna Trausti Hafliðason skrifar 11. júní 2012 08:00 Í Vatnskoti í Þingvallavatni. Það er engu líkara en að annar þessara veiðimanna gangi á vatninu. Trausti Hafliðason Frekar rólegt hefur verið í Þingvallavatni síðustu daga. Á föstudaginn var reytingur af veiðimönnum í Þjóðgarðinum. Líklega um tíu í Vatnskoti en aðeins færri á Öfugsnáðanum. Aflabrögð voru samt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Veiðivísir náði tali af einum veiðimanni á Öfugsnáðanum. Sá hafði landað tveimur bleikjum á 7 klukkutímum. Þetta voru um það bil 2 punda fiskar. Í Vatnskotinu voru tveir félagar að veiðum. Þeir höfðu verið þar í tíu klukkutíma og aðeins náð að landa einni bleikju á þeim tíma. Hún var reyndar nokkuð væn. Líklega ein 4 til 5 pund. Annar þessara manna var orðinn svo þreyttur á fiskleysinu að hann skilaði flugustönginni og sótti kaststöngina, þó ekki í þeim tilgangi að egna fyrir fiski með spúni heldur til að veiða spúna upp úr vatninu. Þetta sagðist hann gera nokkrum sinnum á sumri. Hann færi einfaldlega út í vatn og ef hann sæi eitthvað glitra þá reyndi hann að krækja í það með sínum spún. Hann sagði að síðasta sumar hefði hann náð um hundrað spúnum upp úr vatninu með þessum hætti og sparað sér tugi þúsunda króna í spúnakaupum. Stangveiði Mest lesið Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði
Frekar rólegt hefur verið í Þingvallavatni síðustu daga. Á föstudaginn var reytingur af veiðimönnum í Þjóðgarðinum. Líklega um tíu í Vatnskoti en aðeins færri á Öfugsnáðanum. Aflabrögð voru samt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Veiðivísir náði tali af einum veiðimanni á Öfugsnáðanum. Sá hafði landað tveimur bleikjum á 7 klukkutímum. Þetta voru um það bil 2 punda fiskar. Í Vatnskotinu voru tveir félagar að veiðum. Þeir höfðu verið þar í tíu klukkutíma og aðeins náð að landa einni bleikju á þeim tíma. Hún var reyndar nokkuð væn. Líklega ein 4 til 5 pund. Annar þessara manna var orðinn svo þreyttur á fiskleysinu að hann skilaði flugustönginni og sótti kaststöngina, þó ekki í þeim tilgangi að egna fyrir fiski með spúni heldur til að veiða spúna upp úr vatninu. Þetta sagðist hann gera nokkrum sinnum á sumri. Hann færi einfaldlega út í vatn og ef hann sæi eitthvað glitra þá reyndi hann að krækja í það með sínum spún. Hann sagði að síðasta sumar hefði hann náð um hundrað spúnum upp úr vatninu með þessum hætti og sparað sér tugi þúsunda króna í spúnakaupum.
Stangveiði Mest lesið Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði