Stuttbuxnatískan er einstaklega fjölbreytt og skemmtileg þetta sumarið.
Buxurnar eru af öllum toga; kvenlegar með háu mitti, rokkaðar með göddum og síðast en ekki síst gömlu góðu gallastuttbuxurnar. Það geta því allir valið sér stuttbuxur við sitt hæfi.
Hollywood stjörnurnar eru með tískuna á hreinu og klæðast nú stuttbuxum við hvert tækifæri. Miley Cyrus sést meðal annars klædd stuttbuxnasamfesting í meðfylgjandi myndasafni.
Stjörnurnar eru í stuttbuxum
