Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur 15. júní 2012 16:03 Elliðaárnar eru fallegar. Hér er horft yfir staðina Steininn og Holuna. Mynd / Trausti Hafliðason Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður með opið hús á þriðjudaginn. Tilefnið er tvíþætt, annars vegar að félagið er nýflutt í ný húsakynni í Elliðaárdal og hins vegar að veiði hefst í Elliðaánum á miðvikudaginn. Þetta kemur fram á vef SVFR. Dagskráin hefst klukkan 17 og stendur til 19.30. Boðið verður upp á grillmat, þá verður kastsýning og veiðistaðaráðgjöf. Allir félagsmenn sem koma geta skráð sig í happdrætti og verða fjórir vinningar í boðið, veiði eftir hádegi í Elliðaánum opnunardaginn 20. júní. Dagskráin:Frá kl. 17-19.30: Grill og gos - Pylsur á grillinu og allir fá gos með. Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, grillar.Klukkan 18: Jói í Veiðihorninu verður með kastsýningu á einhendu og tvíhendu, landsfrægur kastari hér á ferð. Sýniningin fer fram á túninu við hliðina á bílastæðinu við skrifstofuna.Veiðistaðaráðgjöf - Veiðiráðgjafar sitja fyrir svörum um veiðistaði í Norðurá, Langá, Laxá í Dölum, Nessvæðinu í Aðaldal og Elliðaánum. Gott verður að leita til þeirra um hvernig eigi að veiða þessar ár.Klukkan 18.55: Happahylurinn - Dregnir fjórir vinningar úr happahylnum, veiðileyfi eftir hádegi opnunardaginn í Elliðaánum, 20. júní. Eingöngu félagsmenn eru gjaldgengir í happahylinn.Klukkan 19-19.30: Veiðistaðir í Elliðaánum - Dagskráin endar á gönguveiðistaðaleiðsögn í Elliðaánum, frá Ullarfossi og niður í ós. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður með opið hús á þriðjudaginn. Tilefnið er tvíþætt, annars vegar að félagið er nýflutt í ný húsakynni í Elliðaárdal og hins vegar að veiði hefst í Elliðaánum á miðvikudaginn. Þetta kemur fram á vef SVFR. Dagskráin hefst klukkan 17 og stendur til 19.30. Boðið verður upp á grillmat, þá verður kastsýning og veiðistaðaráðgjöf. Allir félagsmenn sem koma geta skráð sig í happdrætti og verða fjórir vinningar í boðið, veiði eftir hádegi í Elliðaánum opnunardaginn 20. júní. Dagskráin:Frá kl. 17-19.30: Grill og gos - Pylsur á grillinu og allir fá gos með. Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, grillar.Klukkan 18: Jói í Veiðihorninu verður með kastsýningu á einhendu og tvíhendu, landsfrægur kastari hér á ferð. Sýniningin fer fram á túninu við hliðina á bílastæðinu við skrifstofuna.Veiðistaðaráðgjöf - Veiðiráðgjafar sitja fyrir svörum um veiðistaði í Norðurá, Langá, Laxá í Dölum, Nessvæðinu í Aðaldal og Elliðaánum. Gott verður að leita til þeirra um hvernig eigi að veiða þessar ár.Klukkan 18.55: Happahylurinn - Dregnir fjórir vinningar úr happahylnum, veiðileyfi eftir hádegi opnunardaginn í Elliðaánum, 20. júní. Eingöngu félagsmenn eru gjaldgengir í happahylinn.Klukkan 19-19.30: Veiðistaðir í Elliðaánum - Dagskráin endar á gönguveiðistaðaleiðsögn í Elliðaánum, frá Ullarfossi og niður í ós.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði